FYRIR KENNARA

Hin fjölbreyttu hlutverk kennarans

Kennarastarfið er svo miklu umfangsmeira en það að „kenna“ námsefnið sem liggur fyrir samkvæmt skólanámskránni. Kennarinn þarf eiginlega að vera sérfræðingur á mörgum sviðum samhliða; kennari, sálfræðingur, uppalandi og vinur. Verkefnin eru fjölbreytt og oft koma afar erfið, viðkvæm og flókin verkefni alveg óvænt inn á áður skipulagða dagskrá, allt getur breyst á örskammri stundu. Hugsanlega er það einmitt þessi oft óvænta fjölbreytni sem gerir kennarastarfið svo spennandi.

Kennurum er tamt að setja þarfir annarra framar sínum eigin og því getur það því miður gerst að kennarinn er búinn að vera þjakaður af miklu álagi, áreitum og stressi í lengri tíma, áður en hann gerir sér grein fyrir ástæðum fyrir mikilli þreytu sem hrjáir hann.

Kulnun getur skollið nokkuð óvænt á, en getur líka verið að þróast smá saman innra með þér í kennslustarfinu. Þú verður að bera ábyrgð á þínu lífi líka, ekki hugsa bara um að þjóna öðrum. 

Veldu næsta skref hér fyrir neðan:

 • Skoða nánar

  Skólaforðun? Finnum brosið á ný!

  Ástæður skólaforðunar geta verið svo ótal margar. Hvernig getum við sem starfsfólk skólans unnið samhent að því að efla vellíðan, sjálfstraust og gleði nemenda þannig að mætingar verði með ágætum og skólaforðun heyri sögunni til? Hjálpum nemandanum til betri líðan > finnum brosið á ný!  
 • 2. útg. Að læra að læra Höf.: Jóna Björg Sætran
  Skoða nánar

  Bókin; Að læra að læra – með sjálfseflingu.

  Námstækni - markmiðasetning - sjálfsefling. Áhrif hugsana á tilfinningar og líðan. Jákvæðni og neikvæðni. Um kvíða og hvernig er hægt að vinna með kvíða og erfiðar hugsanir með jákvæðum hætti.
 • Skoða nánar

  Markþjálfun

  Sérhæfð markþjálfun klæðskerasniðin að þínum þörfum núna.
 • Skoða nánar

  Blómstraðu kennari! Njóttu þess að vera þú!

  Hnitmiðað einkanámskeið þar sem unnið er með hvernig þú getur notið þín betur í starfi. Þegar þér líður vel í starfi þá verður allt svo miklu auðveldara, þér tekst betur en annars að gefa vel af þér í samstarfi og þú nærð betur til nemenda þinna.
 • Skoða nánar

  Bætum félagslega færni í skólastofunni

  Kafað í dýptina á því hvernig við getum eflt félagslegu færnina hjá nemendum til að auka vellíðan þeirra og sjálfstraust. Lengd: 4 x 1 klst  
 • Skoða nánar

  Kvíða- og áhyggjubaninn

  Lengd: 4 klst. Hér er rýnt í hvað það er sem veldur kvíðanum og við hvaða aðstæður hann blossar upp.
 • Skoða nánar

  Eflum og styrkjum bæði kennara og nemendur!

  Þrjú frábært örnámskeið og -vinnustofur saman. Lengd alls 3 klst.
 • Skoða nánar

  Kulnun kennarans? – Nei takk!

  Lengd: 4 x 1 klst Drögum úr líkum á kulnun með því að skoða líðan okkar í dag og hvað má betur fara. Hver er staðan á þeim þáttum í lífi mínu í dag sem eru mér hvað mikilvægastir til að mér líði vel, bæði í einkalífi mínu og í starfi mínu sem kennari?
 • Skoða nánar

  Hugræn atferlismeðferð

  Við getum breytt því hvernig við hugsum um okkar eigið ágæti, við getum lært að efla okkur og styrkja, byggja upp jákvæða sjálfsímynd. HAM veitir þér innsýn í nýjar leiðir til eflingar á ótal mörgum sviðum.    
 • Skoða nánar

  Blómstraðu laus við kvíðann

  6 vikna netnámskeið. Markmið námskeiðsins: Að aðstoða þig til að ná traustum tökum á kvíðatilfinningunum þínum þannig að þú getir náð að blómstra og njóta þín. Þú velur um hópnámskeið eða einkanámskeið.  

Viltu vita meira?
Sendu okkur fyrirspurn á jona@namstaekni.is