FYRIR KENNARA

Hin fjölbreyttu hlutverk kennarans

Kennarastarfið er svo miklu umfangsmeira en það að „kenna“ námsefnið sem liggur fyrir samkvæmt skólanámskránni. Kennarinn þarf eiginlega að vera sérfræðingur á mörgum sviðum samhliða; kennari, sálfræðingur, uppalandi og vinur. Verkefnin eru fjölbreytt og oft koma afar erfið, viðkvæm og flókin verkefni alveg óvænt inn á áður skipulagða dagskrá, allt getur breyst á örskammri stundu. Hugsanlega er það einmitt þessi oft óvænta fjölbreytni sem gerir kennarastarfið svo spennandi.

Kennurum er tamt að setja þarfir annarra framar sínum eigin og því getur það því miður gerst að kennarinn er búinn að vera þjakaður af miklu álagi, áreitum og stressi í lengri tíma, áður en hann gerir sér grein fyrir ástæðum fyrir mikilli þreytu sem hrjáir hann.

Kulnun getur skollið nokkuð óvænt á, en getur líka verið að þróast smá saman innra með þér í kennslustarfinu. Þú verður að bera ábyrgð á þínu lífi líka, ekki hugsa bara um að þjóna öðrum. 

Veldu næsta skref hér fyrir neðan:

Viltu vita meira?
Sendu okkur fyrirspurn á jona@namstaekni.is