FYRIR NEMENDUR

Settu þig í forgang
Þú býrð yfir einstökum hæfileikum, því enginn annar er með nákvæmlega sömu eiginleika og hæfileika og þú. Það er því engin ástæða fyrir þig til að bera þig sífellt saman við vini þína, hvað varðar árangur, útlit eða eitthvað annað. Það sem mestu máli skiptir er hvernig þér líður og hvernig þér gengur að vinna að markmiðum þínum. Vinir þínir geta haft allt önnur viðhorf en þú til námsins og vilja kannski nýta tímann utan skólans á annan hátt en þú þarft að gera, á meðan þú ert að ná góðum tökum á náminu. Þeir geta verið jafn góðir vinir þínir þrátt fyrir það. (úr nemendahandbókinni „Að læra að læra“)Veldu næsta skref hér fyrir neðan:
-
Taktu háskólanámið föstum tökum
5 vikna námsstuðningur fyrir nemendur í háskólanámi sem þurfa að ná góðum tökum á náminu. -
-
-
Lærðu að læra; Námsstuðningur við nemendur í framhaldsskóla
5 vikna námsstuðningur fyrir nemendur í framhaldsskóla. Aðstoð við skipulagningu, markmiðavinnu, lestrartækni, minnistækni, verkefnaskil. -
Hugræn atferlismeðferð
Td. vegna kvíða, félagsfælni, streitu o.fl. Lengd: 6 x 60 mín (dreift á 6 vikur, eða eftir þörfum) -
-
Að læra að læra – fyrir grunnskólanema
Námsstuðningur – 5 vikna einkanámskeið fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskólans
Viltu vita meira?
Sendu okkur fyrirspurn á jona@namstaekni.is