FYRIR NEMENDUR
Settu þig í forgang
Þú býrð yfir einstökum hæfileikum, því enginn annar er með nákvæmlega sömu eiginleika og hæfileika og þú. Það er því engin ástæða fyrir þig til að bera þig sífellt saman við vini þína, hvað varðar árangur, útlit eða eitthvað annað. Það sem mestu máli skiptir er hvernig þér líður og hvernig þér gengur að vinna að markmiðum þínum.
Vinir þínir geta haft allt önnur viðhorf en þú til námsins og vilja kannski nýta tímann utan skólans á annan hátt en þú þarft að gera, á meðan þú ert að ná góðum tökum á náminu. Þeir geta verið jafn góðir vinir þínir þrátt fyrir það (sjá bls. 9 í nemendahandbókinni „Að læra að læra – með sjálfseflingu“).
Veldu næsta skref hér fyrir neðan:
-
Taktu háskólanámið föstum tökum
Fimm vikna einkanámskeið; námsstuðningur; skipulagning, markmiðavinna, lestrartækni, minnistækni, verkefnaskil, kvíðaminnkun, hugarfarsbreyting, sjálfsefling o.fl. -
Markþjálfun 1 stakur tími kr. 15.500 (m.vsk.)
Sérhæfð markþjálfun klæðskerasniðin að þínum þörfum. Hagstæð tilboðsverð gilda frá 8. ágúst til 31. desember 2024 þegar keyptur er ákveðinn fjöldi markþjálfunartíma (fyrir sama einstakling) í einum pakka. Sjá nánar HÉR. -
Lærðu að læra; fyrir nemendur í framhaldsskóla
Fimm vikna einkanámskeið, námsstuðningur; skipulagning, markmiðavinna, lestrartækni, minnistækni, verkefnaskil, kvíðaminnkun, hugarfarsbreyting, sjálfsefling o.fl. Sjá umsögn þátttakanda... -
Hugræn atferlismeðferð
Einkanámskeið Við getum breytt því hvernig við hugsum um okkar eigið ágæti, við getum lært að efla okkur og styrkja, byggja upp jákvæða sjálfsímynd. HAM veitir þér innsýn í nýjar leiðir til eflingar á ótal mörgum sviðum. -
Bókin; Að læra að læra – með sjálfseflingu.
Öflug námstækni. Áhrif hugsana á tilfinningar og líðan. Jákvæðni og neikvæðni. Unnið með kvíða og erfiðar hugsanir með jákvæðum hætti. Á https://namsadstod.namstaekni.is/ er vefur á bæði íslensku og ensku, um "Að læra að læra - með sjálfseflingu". Bókin kostar kr. 4990 (+ sendingarkostnaður). Ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu getur þú sótt bókina í Námstækni ehf. -
Að læra að læra – fyrir nemendur í 9. og 10. bekk
Fimm vikna einkanámskeið; námsstuðningur, skipulagning, námstækni, markmiðavinna, lestrartækni, minnistækni, verkefnaskil, hugarfarsbreyting, kvíðaminnkun, sjálfsefling o.fl. Ath! Bókin "Að læra að læra - með sjálfseflingu" er innifalin í námskeiðsgjaldinu.
Viltu vita meira?
Sendu okkur fyrirspurn á jona@namstaekni.is