Blómstraðu kennari! Njóttu þess að vera þú!

kr. 69.450

Hnitmiðað einkanámskeið þar sem unnið er með hvernig þú getur notið þín betur í starfi. Þegar þér líður vel í starfi þá verður allt svo miklu auðveldara, þér tekst betur en annars að gefa vel af þér í samstarfi og þú nærð betur til nemenda þinna.

Hnitmiðað einkanámskeið þar sem unnið er með hvernig þú getur notið þín betur í starfi. Þegar þér líður vel í starfi þá verður allt svo miklu auðveldara, þér tekst betur en annars að gefa vel af þér í samstarfi og þú nærð betur til nemenda þinna.

Stundum kemur eitthvað uppá annaðhvort í vinnunni eða í einkalífinu sem veldur því að allt verður þyngra og erfiðara og þá getur komið sér vel að vinna í málunum til að koma sér vel í gang á ný.  Það er einmitt tilgangurinn með þessu einkanámskeiði. 100% trúnaður er varðandi það sem fram fer á námskeiðinu.

Við byrjum með 50 – 60 mín. samtali á netinu (eða staðbundið í Reykjavík) til að kortleggja saman hver staðan er í dag, hverju þú vilt helst breyta og hvaða jákvæðu áhrifum megi búast við af þeim.
Síðan veljum við verkefni sem henta fyrir þig til að efla þig og styrkja á þeim sviðum sem þú þarft helst að styrkja þig á. Þannig eflir þú sjálfstraustið, finnur hvaða markmiðum þú vilt vinna að og gerir þér framkvæmdaáætlun.
Þú færð góða aðstoð, ráðgjöf, markþjálfun, hvatningu til framkvæmda og eftirfylgni.

Einkanámskeið, staðbundið í Reykjavík eða á netinu.
Tímalengd 5 vikur. 

Hver einkatími er 60 mín. en síðan eru unnið með ákveðin verkefni á milli tíma. 

Ath. Kannaðu endilega  hvort fagfélagið þitt veiti þér styrk til að sækja þetta námskeið.