Bókin; Að læra að læra – með sjálfseflingu. Ókeypis netkynning 6. maí

kr. 0

Lengd: 30 mín.

Lengd: 30 mín.

6. maí 2024 kl. 20:00

Nú er „Að læra að læra – með sjálfseflingu“ til sölu og dreifingar hjá Námstækni ehf.

Um er að ræða vel uppfærða útgáfu tvö af bókinni „Að læra að læra“ eftir sama höfund (útg. 2019).  Í nýju útgáfunni er textinn prýddur fjölda mynda sem gefur bókinni enn meira gildi. Einnig hefur uppsetning á ýmsum verkefnum verið uppfærð og fínpússuð.

Bókin kostar 4990.-kr. (+ sendingarkostnaður) og er til sölu og dreifingar hjá höfundi í Námstækni ehf.
Hægt er að panta hana með því að senda póst á namstaekni@namstaekni.is

Á https://namsadstod.namstaekni.is/is/   er sérstakur vefur, bæði á íslensku og ensku, um „Að læra að læra – með sjálfseflingu“.

Efni bókarinnar gerir nemendum best og mest gagn þegar þeir fá eintak af bókinni til eignar. Efnisþættirnir vinna saman og flétta þannig góðan grunn fyrir nemendur til að efla sig í námi og gera sér grein fyrir hvað skiptir þá mestu máli til að þeim líði vel. Það er ekki nóg að námið gangi vel, unglingum þarf að líða vel með sig andlega og líkamlega. Því er hér mikil áhersla lögð á sjálfseflingu, að efla sjálfstraustið og að geta unnið sig út úr erfiðum aðstæðum, leiða eða kvíða með jákvæðum hætti.

Kynningin hentar vel öllum þeim sem vilja stuðla að öflugra sjálfstrausti, meiri vellíðan og betri námsárangri unglinga.

Æskilegt er að „Að læra að læra – mað sjálfseflingu“ sé notuð sem kennslu- og verkefnabók í efri bekkjum grunnskólans, 7. – 10. bekk en bókin getur líka hentað vel fyrir einstaklingsvinnu heima. Því hentar þér vel sem foreldri, afi eða amma, eða gefa unglingnum þessa bók til að vinna með heima.

Boðið verður uppá ókeypis 30 mín. netkynning á efni bókarinnar og verkefnum hennar mán. 6. maí kl. 20:00 á zoom fundi. Þeir sem skrá sig á kynninguna fá senda slóð á zoom fundinn sama dag.

Skráning fer fram með því að „panta“ kynninguna. með netpósti á namstaekni@namstaekni.is
Skráning stendur yfir.

Samstarf óskast
Höfundur leitar eftir samstarfi við nokkra skóla (á höfuðborgarsvæðinu og einnig úti á landsbyggðinni). Samstarfið felur í sér að nemendur í ákveðnum bekk fengju allir bókina sér til eignar (skólinn fengi bókina á sérstökum kjörum) og umsjónarkennari bekkjarins myndi vinna efni bókarinnar með nemendum á haustönn 2024. Fylgst yrði með hvernig efni bókarinnar nýttist nemendum – þ.e. fengnar umsagnir kennara og nemenda um hvernig þeim finnst að efnið hafi nýst þeim.
Ef þú hefur áhuga á slíku samstarfi, þá vinsamlega hafðu samband við Jónu Björgu Sætran á jona@namstaekni.is