Bókin; Að læra að læra – ókeypis netkynning

kr. 0

Lengd: 45 mín.

Lengd: 45 mín.
Í lok október 2023 er von á 2. útgáfu af nemendahandbókinni „Að læra að læra“.
Mánudaginn 23. október kl. 17 – 17:45 verður boðið upp á ókeypis netkynningu á efni bókarinnar og verkefnum hennar sem henta vel að vinna með nemendum.

Efni bókarinnar gerir nemendum best og mest gagn þegar þeir fá eintak af bókinni til eignar. Efnisþættirnir vinna saman og flétta þannig góðan grunn fyrir nemendur til að efla sig í námi, gera sér grein fyrir hvað skiptir þá mestu máli til að þeim líði vel.

Kynningin hentar vel öllum þeim sem vilja stuðla að öflugra sjálfstrausti, meiri vellíðan og betri námsárangri unglinga.

Þeir sem skrá sig á kynninguna fá senda netslóð á kynninguna.  Skráning fer fram með því að „panta“ kynninguna.
Skráningu lýkur föstudaginn 20. október.