FYRIR SKÓLASTJÓRNENDUR

Hvernig stjórnandi vilt þú vera?

Framúrskarandi og farsælt skólastarf byggir á frábærum mannauð skólans þar sem allir skipta máli. Hver og einn starfsmaður þarf að fá að njóta sín bæði sem einstaklingur og sem mikilvægur hlekkur í starfsmannahópnum. Skólamenningin setur mark sitt á allt skólasamfélagið. Með sívaxandi ábyrgð og fjölgandi verkefnum eykst þörfin á góðri yfirsýn og meðvitund um stöðu hinna ýmsu þátta skólastarfsins.
  • Á hvaða sviðum viljum við ná betri árangri?
  • Hvernig getum við breytt vinnuaðferðum okkar til að ná varanlegri árangri?
  • Hvernig grípum við inní við vaxandi álag og áreiti til að koma í veg fyrir kulnun starfsfólks?
  • Hvernig viljum við búa starfsfólki okkar bestu mögulegar aðstæður til að hlúa enn betur að velferð, þroska, vellíðan og gleði nemenda okkar?

Veldu næsta skref hér fyrir neðan:

  • Skoða nánar

    Kvíða- og áhyggjubaninn

    Lengd: 4 klst. Hér er rýnt í hvað það er sem veldur kvíðanum og við hvaða aðstæður hann blossar upp.
  • Skoða nánar

    Bætum félagslega færni í skólastofunni

    Kafað í dýptina á því hvernig við getum eflt félagslegu færnina hjá nemendum til að auka vellíðan þeirra og sjálfstraust. Lengd: 4 x 1 klst  
  • Skoða nánar

    Skólaforðun? Finnum brosið á ný!

    Ástæður skólaforðunar geta verið svo ótal margar. Hvernig getum við sem starfsfólk skólans unnið samhent að því að efla vellíðan, sjálfstraust og gleði nemenda þannig að mætingar verði með ágætum og skólaforðun heyri sögunni til? Hjálpum nemandanum til betri líðan > finnum brosið á ný!  
  • Skoða nánar

    Markþjálfun

    Sérhæfð markþjálfun klæðskerasniðin að þínum þörfum núna.
  • Skoða nánar

    Blómstraðu kennari! Njóttu þess að vera þú!

    Hnitmiðað einkanámskeið þar sem unnið er með hvernig þú getur notið þín betur í starfi. Þegar þér líður vel í starfi þá verður allt svo miklu auðveldara, þér tekst betur en annars að gefa vel af þér í samstarfi og þú nærð betur til nemenda þinna.
  • 2. útg. Að læra að læra Höf.: Jóna Björg Sætran
    Skoða nánar

    Bókin; Að læra að læra – með sjálfseflingu.

    Námstækni - markmiðasetning - sjálfsefling. Áhrif hugsana á tilfinningar og líðan. Jákvæðni og neikvæðni. Um kvíða og hvernig er hægt að vinna með kvíða og erfiðar hugsanir með jákvæðum hætti.
  • Skoða nánar

    Hugræn atferlismeðferð

    Við getum breytt því hvernig við hugsum um okkar eigið ágæti, við getum lært að efla okkur og styrkja, byggja upp jákvæða sjálfsímynd. HAM veitir þér innsýn í nýjar leiðir til eflingar á ótal mörgum sviðum.    
  • Skoða nánar

    Eflum og styrkjum bæði kennara og nemendur!

    Þrjú frábært örnámskeið og -vinnustofur saman. Lengd alls 3 klst.
  • Skoða nánar

    Kulnun kennarans? – Nei takk!

    Lengd: 4 x 1 klst Drögum úr líkum á kulnun með því að skoða líðan okkar í dag og hvað má betur fara. Hver er staðan á þeim þáttum í lífi mínu í dag sem eru mér hvað mikilvægastir til að mér líði vel, bæði í einkalífi mínu og í starfi mínu sem kennari?

Viltu vita meira?
Sendu okkur fyrirspurn á jona@namstaekni.is