FYRIR FORELDRA
Unglingurinn þinn þarf á þér að halda
Eftir því sem barnið þitt eldist vex álag og áreiti bæði innan og utan skólans. Námskröfurnar aukast í efstu bekkjum grunnskólans, félagslífið í skólanum eflist og eins samvera nemenda utan skólans. Íþróttir og áhugamál geta líka verið krefjandi á bæði tíma og álag. Foreldri, sem fylgist vel með í því sem er að gerast í lífi unglingsins, getur oft á tíðum haft afgerandi áhrif á vellíðan unglingsins og gleði.
Því miður vantar stundum á æskilegan stuðning við námið í skólanum og eins getur verið um að ræða ýmsan vanda, sem skólinn er ekki fær um að ráða bót á.
Kvíði er einnig sívaxandi vandamál hjá mörgum unglingum og getur haft ýmsa erfiðleika í för með sér. Það getur komið sér vel fyrir foreldra að hafa innsýn í virkar einfaldar aðferðir, sem geta hjálpað unglingnum til að draga úr áhrifum kvíðans.
Veldu næsta skref hér fyrir neðan:
-
Markþjálfun 1 stakur tími kr. 15.500 (m.vsk.)
Sérhæfð markþjálfun klæðskerasniðin að þínum þörfum. Hagstæð tilboðsverð gilda frá 8. ágúst til 31. desember 2024 þegar keyptur er ákveðinn fjöldi markþjálfunartíma (fyrir sama einstakling) í einum pakka. Sjá nánar HÉR. -
Hugræn atferlismeðferð
Einkanámskeið Við getum breytt því hvernig við hugsum um okkar eigið ágæti, við getum lært að efla okkur og styrkja, byggja upp jákvæða sjálfsímynd. HAM veitir þér innsýn í nýjar leiðir til eflingar á ótal mörgum sviðum. -
Bókin; Að læra að læra – með sjálfseflingu.
Öflug námstækni. Áhrif hugsana á tilfinningar og líðan. Jákvæðni og neikvæðni. Unnið með kvíða og erfiðar hugsanir með jákvæðum hætti. Á https://namsadstod.namstaekni.is/ er vefur á bæði íslensku og ensku, um "Að læra að læra - með sjálfseflingu". Bókin kostar kr. 4990 (+ sendingarkostnaður). Ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu getur þú sótt bókina í Námstækni ehf. -
Ókeypis örnámskeið; Náðu tökum á kvíðanum!
Ókeypis örnámskeið og örvinnustofa á netinu mánudagskvöldið 26. ágúst kl. 20:00 - 21:30 til að veita þér innsýn í hvernig hægt er að vinna með og róa kvíða.
Viltu vita meira?
Sendu okkur fyrirspurn á jona@namstaekni.is