JÓNA BJÖRG SÆTRAN

Verið velkomin á vef Námstækni ehf. 

Jóna Björg Sætran lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1972. Þá tók við framhaldsnám í Danmörku og síðar á Íslandi, síðan kennsla, kennslugagnagerð, námsstjórnun, fyrirtækjarekstur, meiri kennsla og enn meiri framhaldsmenntun.

Þegar Jóna Björg lauk meistaraprófi í menntunarfræðum árið 2004 frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands, (ásamt diplómum í stjórnun og tölvu-og upplýsingatækni) stofnaði hún kennslu- og ráðgjafafyrirtækið Námstækni ehf. með það að markmiði, að auðvelda fólki að efla sjálfstraust sitt og vinna að markmiðum sínum, til að geta öðlast meiri vellíðan og velgengni á hverju því sviði sem hver og einn kýs sjálfur.

1998 hafði Jóna Björg tekið þjálfun sem leiðbeinandi á árangursnámskeiðum Brian Tracy „Phoenix – leiðinni til hámarksárangurs„. Þar kynntist hún árangursfræðunum; leiðum til að hámarka persónulegan árangur sinn, yfirstíga hindranir í lífinu, stórefla sjálfstraustið, rækta hæfileikana og vinna ötullega að hvers kyns markmiðum. 

Á síðustu 20 árum hefur Jóna Björg aðstoðað fjölda fólks við að efla sjálfstraust sitt, vinna að markmiðum sínum og komast yfir kvíða af ýmsu tagi. Þetta hefur hún unnið ýmist í gegnum netið eða staðbundið í formi markþjálfunar, á námskeiðum, vinnustofum, í gegnum fyrirlestra, fasta pistla og greinar og hjá ýmsum félagasamtökum.

Jóna Björg hefur verið faglega tengd kennslu- og menntamálum á Íslandi í um 40 ár, stundað kennslu á öllum skólastigum,  komið að stjórnun sem námsstjóri og aðstoðarskólastjóri og samið sjö kennslubækur (auk annarra kennslubóka sem hún er meðhöfundur að).

Jóna Björg átti sæti í Skóla- og frístundaráði tímabilið 2014 – 2018.

Jóna Björg hefur mjög góða innsýn og mikla reynslu af skólatengdum málum og á því auðvelt með að skilja margvíslegan vanda sem upp getur komið hjá kennurum og öðru starfsfólki skóla.

Jóna Björg leggur áherslu á eftirvarandi:
Hver og einn býr yfir einstökum hæfileikum og þegar við finnum hvað það er sem við erum góð í og leggjum rækt við það, þá getum við farið að blómstra og njóta okkar.

Þegar við viljum nýta krafta okkar til að efla aðra, þá verðum við að byrja á að rækta okkur sjálf. Okkur verður að líða vel til að við getum gefið af okkur til annarra. Þess vegna er hér líka áhersla á að veita stjórnendum og kennurum ekki síður en nemendum stuðning í gegnum námskeið, markþjálfun og einkatíma.

 

Námstækni ehf  leggur áherslu á að bjóða skólastjórnendum – kennurum –  foreldrum og nemendum á öllum aldri upp á fjölbreytta og faglega þjónustu til að leiðbeina og styðja, auka vellíðan, efla  sjálfstraust og draga úr kvíða.

 

Frá 2019 hefur Jóna Björg haldið námskeið og vinnustofur fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla og leikskóla, bæði á starfsdögum á Íslandi og í endurmenntunarferðum erlendis.   Meðal efnis er skólaforðun, félagsleg færni og kulnun

Jóna Björg Sætran starfar sjálfstætt í Námstækni ehf. sem hún á með eiginmanni sínum, Kristni Snævari Jónssyni Cand.Merc., Cand.Theol. 

Einkunnarorð Námstækni ehf. eru

Blómstraðu í einkalífi og starfi! Njóttu þess að vera þú!

namstaekni@namstaekni.is 

 

Jóna Björg Sætran,  

M.Ed., PCC markþjálfi


LÍFIÐ ER FERLI SÍMENNTUNAR

Fljótlega eftir að Jóna Björg hóf kennslu árið 1976, þá nýkomin úr framhaldsnámi í Kaupmannahöfn, vaknaði sérstakur áhugi hjá henni á að aðstoða nemendur sem áttu í erfiðleikum með nám. Því var hún um árabil með stuðningskennslu fyrir ungmenni og fullorðna sem voru í námsörðugleikum vegna t.d. lesblindu. Síðan bættist við áhuginn á að vinna að auknu sjálfstrausti einstaklinga, finna leiðir til auðvelda fólki á öllum aldri að njóta sín betur. 

Símenntun eykur víðsýni og eflir innsæi 

Það er spennandi að kynnast nýjum fræðum sem geta styrkt þær stoðir sem styðja við sjálfstraust, draga úr óöryggi, bæta samskiptafærni, leysa upp kvíðatilfinningar, auka vellíðun og velgengni. 

Stundum er rétt eins og maður kynnist einhverju spennandi fyrir algjöra tilviljun. Forvitni vaknar og svo kemur mögulega eitthvað í ljós sem gæti verið mjög eftirsóknarvert að kynna sér betur. Þannig má segja að ýmis símenntun hafi komið til hjá Jónu Björgu í gegnum árin. 
Lífsins vegur er þannig með ótal hliðarstíga og það getur verið spennandi að fara nýjar slóðir, fræðast, sjá og upplifa eitthvað nýtt, óvænt og spennandi – sem getur mögulega gagnast í leitinni miklu að því sem getur líka vakið eldmóð hjá öðrum. 

Brian Tracy International

Árið 1989 rakst Jóna Björg á athyglisverða bók eftir Brian Tracy, Maximizing Performance, í íslenskri þýðingu Hámarks árangur. Jóna Björg heillaðist af efninu; leiðum til að hámarka eigin árangur, umbreyta neikvæðum hugsunum, byggja upp sjálfsstyrk og eldmóð, gildishlaðinni markmiðavinnu o. fl. sem hún fann að væri kærkomið að vinna meira með. 
Hún greip því tækifærið stuttu síðar þegar aulýst var eftir áhugasömum einstaklingum til að læra að starfa sem leiðbeinendur á samnefndu námskeiði. 
Næstu ár hélt Jóna Björg mörg slík námskeið í samstarfi við Brian Tracy International á Íslandi. Árangursfræðin heilluðu Jónu Björgu og hún vinnur enn með þau í ýmsu formi.

Árið 2000 frétti Jóna Björg af afar áhugaverðri skólastofnun á Indlandi þar sem námsárangur nemenda var svo framúrskarandi að hún hikaði ekki við að drífa sig óvænt með hópi skólafólks til að kynnast starfsemi skólanna stuttu síðar. Allt það ferðalag varð henni mögnuð lífsreynsla sem hefur enn í dag áhrif á vinnu hennar. Tólf skólar voru heimsóttir á tíu dögum, fræðst um kennslustefnuna, rætt við kennara og nemendur, tekið þátt í ýmsum hátíðarhöldum í skólunum og fengin smá innsýn í hjálpar- og uppfræðslustarf  í afar frumstæðum smáþorpum. 

2004 stofnaði Jóna Björg kennslu- og ráðgjafafyrirtækið  Námstækni ehf.  og hefur síðan haldið fjölda námskeiða þar sem ýmis námstækni hefur hjálpað þátttakendum til að efla sjálfstraust sitt, vinna að markmiðum sínum, losna undan kvíða, ná að blómstra í víðum skilningi.  

Lífið þitt er núna.
Markmið Jónu Bjargar er að aðstoða þig til að njóta þess sem best.

Jóna Björg ásamt Brian Tracy, höfundi árangursnámskeiðsins „Phoenix – Leiðinni til hámarksárangurs“.

Jóna Björg ásamt eiginmanni sínum Kristni Snævari við Taj Mahal
á Indlandi árið 2000.

Learning Strategies Corporation

Dag einn 2004 fann Jóna Björg bókina Photo-Reading eftir Paul Scheele, einn stofnanda og eigenda Learning Strategies Corporation in Minnetonka, Minnesota, USA.

Aðferðafræðin sem þar var kynnt heillaði Jónu Björgu svo, þó henni þætti hún hálf ótrúleg í fyrstu, að hún ákvað að hún yrði að kynna sér hana betur og læra að kenna hana líka öðrum. Ári síðar fékk hún kennsluréttindi til að kenna PhotoReading í samstarfi við Learning Strategies Corporation (LSC). 

Samstarfið átti eftir að vaxa enn meir því 2005 kynntist Jóna Björg kínversku heimspekinni og listfræðinni Feng Shui í gegnum virtan Feng Shui meistara, Marie Diamond, sem kenndi fræðin í samstarfi við LSC. Eftir að hafa lært meira um Feng Shui hjá Marie Diamond bæði í Bandaríkjunum og í Belgíu urðu fræðin órjúfanlegur hluti af lífsstíl Jónu Bjargar og fjölskyldu hennar. Síðar var farið að leita eftir þjónustu Jónu Bjargar varðandi Feng Shui á Íslandi bæði á einkaheimilum og í fyrirtækjum. (sjá www.fengshui.is)

Jona Saetran 2004 ásamt Paul Scheele (Learning Strategies Corporation) og  Libby Scheele

Jona Saetran ásamt Marie Diamond Feng Shui meistara árið 2005

Árið 2005 varð enn viðburðaríkara þegar Jóna Björg sótti öflugt námskeið fyrir leiðbeinendur og fyrirlesara, námskeiðið Train the Trainer hjá fyrirtæki árangursfræðingsins Harv Eker, Peak Potentials, í  Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Á heimleið þaðan kom Jóna Björg við í næsta fylki, Arizona, til að heimsækja AFS fjölskylduna sína í Phoenix þar sem hún hafði verið skiptinemi 1969 – 1970. Þá kom í ljós að Paul Scheele var gestafyrirlesari á ráðstefnu í Phoenix á sama tíma til að kynna PhotoReading og fleira. Jóna Björg dreif sig á ráðstefnuna og kynntist þar áhugaverðu fólki,  árangursfræðingum og frumkvöðlum og ekki síst stjórnendum ráðstefnunnar þeim Debbie Allen, (the #1 worlds expert in marketing) og Patricia Drain, öflugum markaðs- og árangursfræðingum sem Jóna Björg hefur síðan sótt ýmsa þekkingu til, bæði staðbundið í Arizona og á netinu.

International Coaching Federation

Eftir því sem á leið jókst framboð sjálfseflingar námskeiða hjá Námstækni ehf sem Jóna Björg sá um og þáttur markþjálfunar jókst. 

2011 lauk Jóna Björg grunnnámi í markþjálfun og fékk alþjóðlega vottun sem  ACC markþjálfi (Associate Certified Coach) frá ICF (International Coaching Federation).

Það var svo 2021 að Jóna Björg lauk framhaldsþjálfun í markþjálfun og fékk alþjóðlega vottun sem PCC markþjálfi (Professional Certified Coach) frá ICF (International Coaching Federation).

Vottun fyrir  þátttöku á námskeiði
T. Harv Eker’s „Train the Trainer“ 2005

Jona Saetran ásamt Debbie Allen

Hugræn atferlismeðferð (HAM)
The Cognitive Behavioral Therapy
 (CBT)

Reynsla Jónu Bjargar af vinnu með einstaklingum á námskeiðum Námstækni ehf og í markþjálfun sýndi að erfiðar hugsanir og allskonar hugsanaskekkjur geta verið mjög íþyngjandi og haft erfið áhrif á bæði ungt fólk og fullorðna. 
Þegar Endurmenntun Háskóla Íslands bauð upp á 1 árs 30 ECTS eininga þverfaglegt nám í Hugrænni atferlismeðferð í samstarfi við fræðimenn í Oxford  2011 – 2012 ákvað Jóna Björg að læra að nýta HAM í vinnu með skjólstæðingum sínum. Hún lauk því 30 ECTS í hugrænni atferlismeðferð vorið 2012 frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

 

Jóna Björg heldur hér kveðjuræðu fyrir hönd útskriftarnema í HAM vorið  2012

Jóna Björg Sætran, stöðug þekkingarleit

Allt sem við upplifum, lærum, hugsum og segjum (eða látum ósagt) hefur áhrif. Við eflumst sem persónur eftir því sem við víkkum sjóndeildarhringinn. 


Jona Saetran ásamt Jack Canfield
(höf. The Chicken Soup for the Soul)

40 years in the teaching arena

For forty years I was closely connected to the teaching arena and the education sector in Iceland which was an amazing journey. This I did  along my work with my clients via seminars, workshops and coaching for the last twenty five years. Now I concentrate on helping my clients to be able to feel anxiety free and enjoy also working with teachers when I speak in workshops for Icelandic teachers, in Iceland or abroad, on how to demolish anxiety and avoid burnout in the schools, (Endurmenntunarferðir) concerning not only the teachers but the students as well. 

Jona in Alicante, Spain 2019

A member of the city council of Reykjavik,
4 years in office

For a period of four years I had a change of workload as I became an elected member of the city council of Reykjavik which was a very interesting experience and an opportunity to emphasize the importance of multiple ways for kids, young people as well as grown up to get more access to personal assistance and help via psychology and personal coaching.

Jona Saetran in City Council

AÐ LÆRA AÐ LÆRA

2019 gaf Námstækni ehf út nemendahandbókina „Að læra að læra„, ætlaða til eignar fyrir unglinga til að hjálpa þeim við að auka sjálfstraust sitt og vellíðan og auðvelda heim námið í skólanum.

Að læra að læra hefur hlotið verðskuldaða athygli kennara, foreldra og námsráðgjafa og 
hefur létt undir  með mörgum nemendum.

Sérstakur vefur hefur verið opnaður um efni og notkun bókarinnar á https://namsadstod.namstaekni.is/

 

Elskaðu lífið – núna!

Okkur þarf að líða vel með okkur sjálf til að við getum notið okkar til fulls. Við þurfum að njóta hamingju og gleði.

Við getum sjálf haft mikil áhrif á það hvernig okkur líður því við höfum alltaf val. Við getum tekið ákvörðun um hvernig við bregðumst við ýmsum flóknum og stundum erfiðum verkefnum. 
Það hvað gerist í lífi okkar hefur ekki endilega afgerandi áhrif til lengdar á það hvernig okkur líður heldur er það miklu frekar það hvernig við bregðumst við því sem gerist.

Tækifærin eru allt í kringum okkur – en stundum eru þau dálítið dulbúin. Okkar er að hafa augu og eyru vel opin og taka eftir tækifærunum, grípa þau og gera okkar allra besta, ekki aðeins fyrir okkur heldur líka öðrum til heilla í gegnum vinnu okkar.

 

Leyfðu þér að blómstra í einkalífi og starfi!
Njóttu þess að vera þú!

 

Jóna Björg með Dreka
8 vikna gamlan árið 2016.

Here's What Jona's Clients Have To Say ...