NÁMSAÐSTOÐ
Námsaðstoð eflir sjálfstraustið og tendrar námsgleði
Fyrir 24 árum síðan frétti ég af skólum á Indlandi, þar sem nemendur sýndu einstaklega framúrskarandi árangur í námi, ekki aðeins fáeinir nemendur heldur nemendahópurinn almennt.
Þetta vakti strax forvitni mína, ekki síst vegna þess að á þessum tíma hafði ég kennt á öllum skólastigum og kennt fjölda nemenda, sem höfðu átt mis auðvelt með að tileinka sér námsefnið.
Þegar óvænt tækifæri gafst, þá ferðaðist ég því yfir hálfan hnöttinn til að kynna mér leyndarmálið á bak við þennan góða námsárangur.
Leyndarmálið var í raun sára einfalt og byggði á einfaldri reglu og viðhorfi. Í þessum 10 skólum sem við heimsóttum, var nefnilega ein almenn regla; „ef ég skil ekki það sem ég er að læra um, þá kem ég við hjá kennaranum eftir skóla og fæ útskýringar á því!“
Nemendurnir, sem voru ca 13 – 16 ára, nýttu sér þetta sem sjálfsagðan hlut. Ég vildi óska þess að þessi venja væri viðhöfð hér á Íslandi en því miður er það ekki svo, amk ekki almennt.
Nemendur þurfa að læra að læra
- Margir unglingar eiga erfitt með að fylgja kennslunni eftir í kennslustundum.
- Það þarf ekki að vera vegna þess að þeir séu latir eða hirði ekki um að reyna að standa sig vel. Nei – svo þarf alls ekki að vera og sorglegt þegar slíkt er tekið sem fyrsta skýring á lélegri frammistöðu í námi.
- Sumir eiga erfitt með að fylgja kennslunni eftir vegna t.d. athyglisbrests, lesblindu, sjón- eða heyrnarskerðingar.
- Aðrir hafa etv. þróað með sér náms- eða prófkvíða.
- Enn aðrir telja sér trú um að þeir geti ekki náð tökum á námsgrein sem hefur áður valdið þeim erfiðleikum.
Það þarf að kenna unglingum að vinna með námsefnið, þannig að góður grunnur sé lagður að áhrifaríkara og auðveldara námi. Nemandi sem finnur að hann hefur góð tök á náminu er líklegri en annars, til að finna fyrir góðu sjálfstrausti og andlegri vellíðan.
Vel skipulagt heimanám getur lagt grunn að farsælum námsárangri og vellíðan unglingsins
Oft er neikvætt viðhorf gagnvart heimanámi unglinga. Þessu þarf að breyta. Heimanám þarf ekki að taka langan tíma til að geta haft mikil jákvæð áhrif á marga þætti varðandi nám, góðan námsárangur og aukið sjálfstraust unglinganna.
- Margir eiga erfitt með að skipuleggja heimanámið sitt,
- aðrir eru svo uppteknir að loknum skóladeginum að þeir hafa enga orku til að sinna heimalærdómi eða upprifjun.
- Unglingur sem byrjar að missa úr og nær ekki að fylgja kennslunni eftir, verður fljótlega eftir á í náminu.
Það þarf að kenna unglingum auðlærðar, einfaldar og áhrifaríkar aðferðir í námstækni og fá þá til að þjálfa sig í notkun þeirra.
Nemendur sem ná ekki utan um nám sitt í efstu bekkjum grunnskólans geta átt afar erfitt með að ná fótfestu í framhaldsskólanámi.
Námsstuðningur – 5 vikur hjá Námstækni ehf.
Hver svo sem ástæðan er, þegar þú hefur orðið eftir á í náminu, þá getur verið gott að fá smá námsstuðning um tíma, til að þú getir náð því upp sem þú misstir af eða vannst ekki nógu vel.
Námstækni ehf. býður upp á námsstuðning þar sem þú hittir kennara einu sinni í viku í 60 mín. í 5 vikur. Þar færðu aðstoð við að skipuleggja heimavinnuna þína, þið farið saman yfir skólanámskrá skólans þíns, merkið inn á dagatal hvaða daga þú átt að skila verkefnum og hvenær prófdagar eru áætlaðir. Þið skoðið námsmatið og kynnið ykkur hæfnismatið. Með þessu móti nærðu yfirsýn yfir námið í heild sinni. Að því loknu getur þú sett þér ákveðin markmið til að vinna að, t.d. hvenær þú ætlar að skila verkefnum, hvaða námsárangri ætlar þú að stefna að o.sv.frv.
Veldu næsta skref fyrir þig:
-
Lærðu að læra; fyrir nemendur í framhaldsskóla
Fimm vikna einkanámskeið, námsstuðningur; skipulagning, markmiðavinna, lestrartækni, minnistækni, verkefnaskil, kvíðaminnkun, hugarfarsbreyting, sjálfsefling o.fl. Sjá umsögn þátttakanda...
Viltu vita meira?
Sendu okkur fyrirspurn á jona@namstaekni.is