Valmynd
Loka
Hér er á hnitmiðaðan hátt unnið með ýmislegt sem mikilvægt er að huga að þegar skólastjórnendur vilja styrkja og efla bæði nemendur, kennara og annað starfsfólk. Kennara sem líður vel í starfi á auðveldara en annars með að gefa vel af sér til nemenda og efla þá og styrkja bæði sem einstaklinga og námsmenn. Það sama á við um annað starfsfólk skólans. Barni sem líður vel í skólanum mætir í skólann með gleði í hjarta og nær betur en annars að vinna sig í gegnum erfiðar stundir.
Námskeiðið er aðlagað að sérstökum aðstæðum viðkomandi skóla í samráði við stjórnendur og því getur innihald þess verið með nokkuð ólíkum hætti eftir skólum.
Þrjú öflug örnámskeið og örvinnustofur saman í einni heild fyrir vinnu með kennurum og öðru starfsfólki skóla á starfsdegi skóla.
Lengd alls 3 klst. Uppgefið verð miðar við mest ca 30 – 40 þátttakendur. Fyrirspurnir um verð fyrir stærri hópa má senda á jona@namstaekni.is
FYLGDU OKKUR
©2023 Námstækni ehf
FLÝTILEIÐIR
NÁMSTÆKNI