Eflum og styrkjum bæði kennara og nemendur!

kr. 148.000

Þrjú frábært örnámskeið og -vinnustofur saman.
Lengd alls 3 klst.

Hér er á hnitmiðaðan hátt unnið með ýmislegt sem mikilvægt er að huga að þegar skólar vilja styrkja og efla bæði nemendur og starfsfólk. Kennara sem líður vel í starfi á auðveldara en annars með að gefa vel af sér til nemenda og efla þá og styrkja bæði sem einstaklinga og námsmenn. Barni sem líður vel í skólanum mætir í skólann með gleði í hjarta og nær betur en annars að vinna sig í gegnum erfiðar stundir.

  • Hvar er þörfin brýnust?
  • Þarf að draga úr skólaforðun?
  • Þarf að efla félagslega færni nemenda til m.a. að bæta samskipti þeirra og framkomu?
  • Þarf að efla félagslega færni starfsfólks?
  • Þarf að efla teymisvinnu kennara?
  • Þarf að vinna með kvíðatilfinningar?
  • Þarf að forða starfsfólki frá kulnun í starfi?

Námskeiðið er aðlagað að sérstökum aðstæðum viðkomandi skóla í samráði við stjórnendur og því getur innihald þess verið með nokkuð ólíkum hætti eftir skólum.

Námskeiðið samanstendur af þremur örnámskeiðum ásamt þremur örvinnustofum, alls 3 klst.