Kulnun kennarans? – Nei takk!

kr. 43.500

Lengd: 4 x 1 klst

Drögum úr líkum á kulnun með því að skoða líðan okkar í dag og hvað má betur fara. Hver er staðan á þeim þáttum í lífi mínu í dag sem eru mér hvað mikilvægastir til að mér líði vel, bæði í einkalífi mínu og í starfi mínu sem kennari?

Lengd: 4 x 1 klst

Það geta verið margar ástæður fyrir oft hárri starfsmannaveltu í leik- og grunnskólum og ekki síður fyrir langvarandi veikindum kennara. Þegar um er að ræða sívaxandi og langvarandi álag, langan vinnudag og oft tímaskort til að sinna öllum bráðnauðsynlegum verkefnum, er ekki að undra að ýmislegt láti að lokum undan. Kulnun kennara í starfi hefur því miður oft verið nefnd sem ein af alvarlegri ástæðum þess að frábærir kennarar leita sér hvíldar frá kennslu. Þegar svo er komið er óvíst hvort kennarinn fer aftur til kennslu síðar eða leitar í önnur störf.

Ekkert okkar vill enda í kulnun! Mörg höfum við vafalítið fundið fyrir miklu álagi, stressi, óvissu og ólýsanlegri þreytu á kennsluferlinum og mögulega látið okkur dreyma um betri tíð, en okkur hefur samt tekist að halda sjó, við höfum náð að endurhlaða orkuna okkar og haldið áfram störfum. Hugsanlega var það einhver samstarfsaðili sem kom okkur til hjálpar – já eða skólastjórnandinn.

Okkur kennurum er svo tamt að hugsa um velferð og vellíðan annarra á undan okkar eigin að við eigum því miður til að vanrækja okkar eigin þarfir. Okkur er hætt við að gleyma að taka okkur tíma til að slaka á, segja „Nei takk!“ við enn einni könnuninni eða að biðja um frest til að ganga frá umsögnum til þjónustuaðila. Kennurum er heldur ekki almennt tamt að ljúka vinnudegi þegar honun á að ljúka heldur er oftar unnið áfram á kvöldin eða um helgar til að ná öllu sem þarf að ná.

Drögum úr líkum á kulnun með því að skoða líðan okkar í dag og hvað má betur fara. Hver er staðan á þeim þáttum í lífi mínu í dag sem eru mér hvað mikilvægastir til að mér líði vel, bæði í einkalífi mínu og í starfi mínu sem kennari?
Hvernig get ég notið mín betur í starfi? Þarf ég að ná betri tökum á tölvutækninni almennt eða á ákveðnum tölvuforritum sem ég að nota við t.d. skipulag kennslu, námsmat og samskipti?

Hvern get ég rætt við í trúnaði innan skólans til að tjá mig um vanlíðan mína? Hvar get ég leitað ráða? Er hugsanlegt að þeir sem ég er að vinna með í teymum væru til í að setjast niður með mér og hjálpa mér að endurskipuleggja teymisvinnuna þannig að ég ráði betur við hana á meðan ég er að ná upp orkunni minni? Getur hugsast að ég sé farin að sýna einhverja flóttahegðun sem ég geri mér ekki alveg grein fyrir? Þarf ég að yfirvinna kvíða?
Það er margt hægt er að gera til að greina aðstæður og hér rýnum við í ýmsar aðferðir til þess og notfærum okkur verkefni sem m.a. eru byggð á HAM (aðferðafræði hugrænnar atferlismeðferðar) og aðferðafræði markþjálfunar.

Ath! Þetta námskeið hentar einnig vel fyrir starfsdaga í grunnskólum.
Til að fá upplýsingar um verð fyrir starfsdag skóla má senda fyrirspurn á
jona@namstaekni.is