Skólaforðun? Finnum brosið á ný!

kr. 43.500

Ástæður skólaforðunar geta verið svo ótal margar. Hvernig getum við sem starfsfólk skólans unnið samhent að því að efla vellíðan, sjálfstraust og gleði nemenda þannig að mætingar verði með ágætum og skólaforðun heyri sögunni til?

Hjálpum nemandanum til betri líðan > finnum brosið á ný!

 

Hvernig vinn ég sem skólastjórnandi, umsjónarkennari, almennur kennari eða námsráðgjafi að því að greina vandann þegar nemandi mætir ekki í skólann eða lætur sig hverfa á miðjum skóladegi? Það eru ástæður fyrir öllu. Hvað veldur því að nemandinn mætir ekki ítrekað?
Vinn ég með vanlíðan nemandans? Getur verið að fjarvistirnar séu tengdar kvíða nemandans gagnvart einhverju tengt skólanum? Tengist þetta einhverju utan skólans? Hvernig get ég unnið með kvíðatilfinningar nemenda? Vinn ég markvisst að því að byggja upp og efla sjálfstraust nemenda? Hver er staðan á stuðningi við nám ef barnið á erfitt með að ná tökum á náminu? Hvernig er samvinna mín við fjölskyldur nemandans?

Hér eru ýmsar hliðar málsins skoðaðar og unnið með verkefni sem geta hjálpað til með að varpa ljósi á ástæður skólaforðunar og aðferðir til að vinna með kvíða nemenda, efla sjálfstraust og vellíðan.

Ath! Þetta námskeið hentar einnig vel fyrir starfsdaga í grunnskólum

Hvernig vinnum við að því að greina vandann þegar nemandi mætir ekki í skólann eða lætur sig hverfa á miðjum skóladegi? Það eru ástæður fyrir öllu.
Er unnið með vanlíðan nemenda? Er unnið með kvíðatilfinningar? Hvernig er unnið að því að byggja upp og efla sjálfstraust nemenda? Hver er staðan á stuðningi við nám ef barnið á erfitt með að ná tökum á náminu? Hvernig er samvinnan við fjölskyldur og heimili barnanna?
Ástæður skólaforðunar geta verið svo ótal margar. Hvernig getum við sem starfsfólk skólans unnið samhent að því að efla vellíðan, sjálfstraust og gleði nemenda þannig að mætingar verði með ágætum og skólaforðun heyri sögunni til?

Til að fá upplýsingar um verð fyrir starfsdag skóla má senda fyrirspurn á
jona@namstaekni.is

Lengd: 4 x 1 klst