Blómstraðu laus við kvíðann – 6 vikna netnámskeið

kr. 139.000

Náðu traustum tökum á kvíðatilfinningunum þínum

Markmið Jónu Bjargar með 6 vikna námskeiðinu,  Blómstraðu, laus við kvíðann!, er að aðstoða þig við að ná traustum tökum á kvíðatilfinningunum þínum þannig að þú getir náð að blómstra og njóta þín. Eftir því sem þú kemst nær því að skynja og skilja hvað kemur kvíðatilfinningunum af stað, þá kemstu líka stöðugt nær því að róa kvíðatilfinningarnar og draga verulega úr áhrifum þeirra, þannig að þær hafi ekki lengur áhrif á þig.

Námskeiðstilhögun

  • Fyrir vikubyrjun fá þátttakendur aðgang að kennsluefni vikunnar framundan en það eru stuttir textar ásamt verkefnum sem þátttakendur verða nauðsynlega að vinna.
  • Um miðja vikuna býðst þátttakendum að vera á hópfundi á Zoom, 30 – 60 mín. þar sem fjallað er um örtexta og verkefni vikunnar. Það er æskilegt að vera búin að lesa og vinna verkefnin áður en kemur að hóptímanum. Tilgangurinn með þessum hóptímum er að tryggja að þátttakendur finni stuðning og hvatningu til að vinna verkefnin.
  • Til að tryggja að þátttakendur nái sem best þeim markmiðum sem liggja til grundvallar námskeiðinu, þ.e. að komast yfir kvíðann sinn, þá býðst þátttakendum að koma tvisvar í einka markþjálfunartíma (3o – 60 mín.) hjá Jónu Björgu, á meðan að á námskeiðinu stendur. Fyrri tíminn er í viku tvö – þrjú en hinn síðar á námskeiðinu.
  • Þátttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði á Facebook, þar sem þeir geta deilt hugsunum sínum.
  • Þátttakendur geta alltaf sent Jónu Björgu netpóst á meðan að á námskeiðinu stendur eftir því sem þörf er á varðandi kennsluefnið.