Kvíða- og áhyggjubaninn

kr. 46.300

Lengd: 4 klst. Hér er rýnt í hvað það er sem veldur kvíðanum og við hvaða aðstæður hann blossar upp.

„Kvíða- og áhyggjubaninn“ er stutt einkanámskeið sem kemur þér vel af stað í vinnu til að draga úr kvíða


Hvað veldur þér stöðugt kvíða?

Hér er rýnt í kvíðann og við hvaða aðstæður hann blossar upp til að skoða hvað geti valdið kvíðanum.

Það er alltaf ástæða fyrir því að kvíðahugsanir taka yfir alla skynsama hugsun, það er eitthvað sem kveikir á kvíðanum. Kvíðahringur erfiðra hugsana og tilfinninga er skoðaður og með hvaða hætti hægt er að rjúfa hann á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Hugsana- og atferlisskráning reynist oft vel til að ná að skilja samhengið á milli rótar kvíðans, hvernig hægt er að draga úr styrkleika kvíðans og hafa áhrif á eigið hegðunamynstur sem oft vill litast af erfiðleikum tengt kvíðanum.

Það tekur um 3 klst. að fara saman yfir námsgögnin og vinna æfingarnar sem fylgja með. Síðan er 1 tími í markþjálfun innifalinn í námskeiðinu.

Það er tilvalið að deila námskeiðinu á tvö skipti, 2 x 1,5 klst. í vinnu með námskeiðsgögnin (mögulega á hópnámskeiði) og síðan er fundinn tími, 1 klst. fyrir tíma í einka-markþjálfun þar sem unnið er með aðstæður tengdar starfi þínu, eða lífi þínu utan vinnu, til að auðvelda þér að vinna þig úr kvíðanum.

…………..
Athugið!

Námstækni ehf. býður einnig upp á umfangsmikið og öflugt 6 vikna námskeið sem nefnist „Blómstraðu, laus við kvíðann“! Það námskeið hefur gagnast mörgum, bæði konum og körlum, til að vinna sig vel út úr kvíða, losna undan viðjum kvíðans, samhliða því að byggja sig upp, efla sjálfstraustið, sjálfsvirðinguna og sjálfsímyndina.  Þú finnur ítarlegar lýsingar á því námskeiði á vef okkar blomstradu.is
Námskeiðið „Blómstraðu, laus við kvíðann“ er nú einnig í enskri útgáfu og nefnist þar „Feeling Anxiety Free“ og er kynnt á samnefndum vef feelinganxietyfree.com