HAM
HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ
Það eru ástæður fyrir allri líðan, hvort sem við höfum mikið eða lítið sjálfstraust.
Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri grundvallarhugmynd að allt það sem við trúum um okkur sjálf sé lært og byggt á reynslu okkar. Þegar við náum að skilja áhrif hugsana okkar getum við breytt því hvernig við hugsum um okkar eigið ágæti, við getum lært að efla okkur og styrkja, byggja upp jákvæða sjálfsímynd.
Hugræna atferlismeðferðin er virkt ferli sem þarf að gefa ákveðinn tíma til að fara vel í gang og því er mælt með 6 tíma ferli. Það hentar mörgum vel að taka 1 tíma pr. viku fyrstu fjórar vikurnar, síðan er hægt að hafa lengra á milli tíma, t.d. 2 vikur á milli. Einkanámskeiðið spannar þannig alls 1 – 2ja mánaða langt ferli.
Það sem gerist í lífinu okkar, það sem við „verðum fyrir“, „lendum í“, allt það þarf ekki að hafa til lengdar afgerandi áhrif á líðan okkar og lífshamingju heldur það hvernig við vinnum úr því sem við „lendum í“.
Það eru ástæður fyrir allri líðan, hvort sem við höfum mikið eða lítið sjálfstraust. Við getum breytt því hvernig við hugsum um okkar eigið ágæti, við getum lært að efla okkur og styrkja, byggja upp jákvæða sjálfsímynd.
Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri grundvallarhugmynd að allt það sem við trúum um okkur sjálf sé lært og byggt á reynslu okkar. Hugmyndir þínar um þitt eigið ágæti séu ályktanir sem þú hefur dregið af því sem þú hefur upplifað (Fennel, 2009). Þar af leiðir að hægt er að læra nýja hegðun út frá nýjum skilningi og reynslu, hegðun sem nýtist þér betur.
Oft má rekja brotna sjálfsmynd til erfiðleika í æsku, tilfinningalegrar vanrækslu foreldra eða hörkulegs uppeldis, eineltis í skóla, erfiðra samskipta á unglingsárum eða jafnvel misnotkunar. Þarna getur orðið til upplifun sem þú túlkar á ákveðinn hátt, upplifun sem þróast jafnvel út í kjarnaviðhorf, tilfinningu og trú sem þér finnst síðar að sé rótgróinn sannleikur jafnvel þó upplifun þín af sömu aðstæðum yrði allt önnur í dag miðað við breyttar aðstæður og aukinn þroska.
Orsökin fyrir vanlíðan í dag getur líka hafi komið til síðar. Hver sem orsökin er, þá hefur þú upplifað þessa reynslu sem sannleika út frá aðstæðum á þeim tíma, hvort sem það var á rökum reist eða ekki. Í hugrænni atferlismeðferð lærir þú að skoða á kerfisbundinn hátt hvernig hugsanir, hegðun og líðan tengjast og þú öðlast færni í að nota leiðir til að breyta hugsunum og hegðun sem hafa áhrif á líðan þína. Þú lærir að ná betri tökum á neikvæðum hugsunum og ferð að byggja þig upp, efla sjálfstraust þitt og vellíðan.
Hugræna atferlismeðferðin er virk aðferð þar sem þú þarft að taka virkan þátt.
Meðferðin á að taka afmarkaðan tíma og gera þig færa/n um að vinna sjálfa/n að áframhaldandi bata þrátt fyrir mögulegt bakslag.
Veldu næsta skref hér fyrir neðan:
No products were found for this query.
Viltu vita meira?
Sendu okkur fyrirspurn á jona@namstaekni.is