Bætum félagslega færni í skólastofunni

kr. 63.500

Kafað í dýptina á því hvernig við getum eflt félagslegu færnina hjá nemendum til að auka vellíðan þeirra og sjálfstraust.
Lengd: 4 x 1 klst

 

Þegar nemendum líður vel eiga þeir auðveldara en annars með að meðtaka nám og taka virkan og jákvæðan þátt í kennslustundum.
Óróleiki í kennslustundum, sífelldar truflanir og einbeitingaskortur getur stafað af ýmis konar vanlíðan, kvíða eða minnimáttarkennd einstaks nemanda eða fáeinna í nemendahópnum.

Nemendahópar eru oft fjölmennir, námsfærni og geta mjög mismunandi og víða hafa kennarar ekki kost á því að fá stuðningsfulltrúa inn í bekk sér til aðstoðar við krefjandi mál. Samskiptavandi innan veggja skólalstofunnar eða í frímínútum getur einnig haft eldfim og neikvæð áhrif á námsumhverfið.

Góð félagsleg færni er mikilvægur þáttur í öllum samskiptum. Með því að þjálfa félagslega færni nemenda byggjum við upp og eflum sjálfstraust þeirra og vellíðan. Með aukinni sjálfsvirðingu, léttri tilfinningavinnu og hugsanaskráningu getur verið auðvelt að sýna nemendum með truflandi hegðun eða neikvæðni, hvernig nemandinn getur sjálfur valið hvernig hann bregst við í ýmsum aðstæðum sem hann upplifir sem aðþrengjandi og neikvæðar. Oft stafar truflandi hegðun af erfiðum hugsunum og kvíða sem fer í gang vegna áreita í umhverfinu.

Hvað get ég sem kennari unnið að því að efla félagslega færni innan skólastofunnar?
Hvaða áhrif getur félagsleg færni mín gagnvart samstarfsfólki mínu haft jákvæð áhrif á nemendur mína almennt?

Á þessu netnámskeiði er kafað í dýptina á því hvernig við getum eflt félagslegu færnina hjá nemendum til að auka vellíðan þeirra og sjálfstraust. Þannig hjálpum við þeim líka til að tjá sig betur og mögulega einnig til að ná betur athygli annarra með jákvæðum hætti.
Öflug umfjöllun og verkefnavinna.

Ath! Þetta námskeið hentar einnig vel fyrir starfsdaga í grunnskólum.
Til að fá upplýsingar um verð fyrir starfsdag skóla má senda fyrirspurn á
jona@namstaekni.is

Lengd: 4 x 1 klst