Taktu háskólanámið föstum tökum

kr. 68.800

5 vikna námsstuðningur fyrir nemendur í háskólanámi sem þurfa að ná góðum tökum á náminu.
Þetta námskeið gagnast líka Íslendingum sem eru við nám erlendis.

Aðstoð við skipulagningu, markmiðavinnu, lestrartækni, minnistækni, verkefnaskil o.fl.

Eru nokkur ár síðan þú varst í námi? Það er óþarfi að láta það aftra sér.

Það er aldrei of seint að tileinka sér nýja þekkingu, að fara í nám og læra það sem þig langar til að vinna við. Þú getur það sem þú vilt og einbeitir þér að! Taktu fyrstu skrefin með gát, náðu yfirsýn og öryggi í náminu, haltu síðan áfram.

Ath! Það að hefja nám að nýju eftir 5 – 20 ára fjarveru frá skólabekk hleypir auðveldlega af stað hálfgerðri skelfingu og magakrampa hjá mörgum. Slíkt er óþarfi, byggðu upp innri vellíðan. Leitaðu upplýsinga sem þú getur nýtt þér á auðveldan hátt.
Aðalmálið er að byrja, taka fyrstu skrefin og halda síðan áfram. Leggðu stíginn þinn á vit ævintýranna. Þar með er fyrsti sigur þinn unninn!

Hjá Námstækni búum við yfir víðtækri reynslu sem getur hjálpað á ýmsum sviðum við námið.

Framtíðin hefst núna!
Þú berð ábyrgð á eigin lífi og hamingju, leggðu því drög að því að breyta því sem þú vilt breyta. Breyttu því svo!
Dagurinn í dag þarf ekki að vera lýsandi fyrir framtíð þína.
Dagurinn í dag hefur ekki að miklu leiti mótast af því hvernig þú hefur hugsað, hvernig sjálfsímynd þín hefur haft áhrif á líf þitt, hvernig þú sérð framtíðina, hvernig þú trúir á þig!

Leyfðu draumnum að rætast!
Þú getur bætt við þig þekkingu og færni til að vera betur fær um að takast á við ný og spennandi viðfangsefni?
Þú getur það alveg! Þú getur jafnvel lesið margar bækur á einni önn – og farið létt með það! Námsbækurnar geta orðið spennandi viðfangsefni. Það eru til ýmsar leiðir til að gera sér lesturinn auðveldari, eiga auðveldara með að skilja efnið – og að halda einbeitingu við lesturinn og námið almennt.