Lærðu að læra; Námsstuðningur við nemendur í framhaldsskóla

kr. 62.500

5 vikna námsstuðningur fyrir nemendur í framhaldsskóla.
Aðstoð við skipulagningu, markmiðavinnu, lestrartækni, minnistækni, verkefnaskil.

Þegar nemendur byrja í framhaldsskóla kemur stundum í ljós að námskröfurnar eru meiri en búist var við og heimavinna talsvert mikið umfangsmeiri en var í grunnskólanum. Nemandi, sem þurfti lítið að hafa fyrir náminu í grunnskóla en náði alltaf frábærum árangri, á mögulega allt í einu fullt í fangi með að ná að tileinka sér námsefnið og lendir í erfiðleikum með að skila verkefnum á réttum tíma.

Þá getur komið sér vel að fá

  • aðstoð við skipulagningu á námsvinnunni,
  • forgangsraða verkefnum
  • kynnast einföldum en árangursríkum aðferðum í námstækni.
  • greina milli aðal- og aukaatriða
  • tímanotkun / tímaeyðsla
  • yfirvinna náms- eða prófkvíða
  • efla samskiptafærni gagnvart öðrum.
  • Hvernig tilfinning væri það að ná góðum tökum á náminu, geta skilað verkefnum á réttum skiladögum?

Einkanámskeið

Staðbundið í Reykjavík eða á netinu.