Lærðu að læra; Einkanámskeið / Námsstuðningur við nemendur í framhaldsskóla

kr. 62.500

5 vikur  ( 1 klst.  pr. viku )
Áhersla er lögð á skipulagningu, námstækni, markmiðavinnu, lestrartækni, minnistækni, verkefnaskil, hugarfarsbreytingu, kvíðaminnkun, sjálfseflingu o.fl. Sjá umsögn þátttakanda…

2. nóvember 2023. Umsögn nemanda (var á öðru ári í framhaldsskóla):
Til Jónu
Ég kom til þín alveg smá svartsýn og fannst þetta tilgangslaust, ég hélt ég væri að fara hitta einhverja gamla stranga konu sem væri að fara kenna mér að læra og ég myndi deyja úr leiðindum á meðan. Sem var svo sannarlega ekki það sem ég var að fara útí. Þú hjálpaðir mér að átta mig á því hvað í rauninni væri nauðsynlegt að skipuleggja mig og sjá hversu mikilvægt það væri að læra vel til þess að ná árangri og góðum einkunnum. Þú kenndir mér fullt sem ég hafði aldrei pælt í og sem ég mun taka með mér og halda áfram að notfæra mér. Minn tími hjá þér var frábær. Mér fannst létt og þægilegt að tala við þig, mér fannst og finnst þú yndisleg og kom ég alltaf brosandi út í bíl.
Takk fyrir mig Jóna
Bryndís Pálmadóttir (var á einkanámskeiðinu Lærðu að læra)

…………………………………………………….
Hvernig hefur námið gengið í vetur?

Þegar námið gengur illa laskast andlega hliðin og sjálftraustið bíður hnekki.
Lærðu að læragetur komið að góðum notum á hvaða önn námsins sem er.  Staðreyndin er að ótal margt getur tekið breytingum til batnaðar hjá nemandanum, ekki aðeins hvað varðar námið heldur hefur það einig eflandi áhrif á sjálfstraustið og kveikir að meira að segja námsáhuga og námsgleði.

Þegar nemendur byrja í framhaldsskóla kemur stundum í ljós að námskröfurnar eru meiri en búist var við og heimavinna talsvert mikið umfangsmeiri en var í grunnskólanum. Nemandi, sem þurfti lítið að hafa fyrir náminu í grunnskóla en náði alltaf frábærum árangri, á mögulega allt í einu fullt í fangi með að ná að tileinka sér námsefnið og lendir í erfiðleikum með að skila verkefnum á réttum tíma.

Þá getur komið sér vel að fá aðstoð við

  • skipulagningu á námsvinnunni,
  • forgangsröðun verkefna
  • að kynnast einföldum en árangursríkum aðferðum í námstækni
  • að greina milli aðal- og aukaatriða
  • að fá raunsæja mynd af tímanotkun / tímaeyðslu
  • að yfirvinna náms- eða prófkvíða
  • að efla samskiptafærni gagnvart öðrum.
  • Hvernig tilfinning væri það að ná góðum tökum á náminu, geta skilað verkefnum á réttum skiladögum?

„Lærðu að læra“ er einkanámskeið – Staðbundið í Reykjavík eða á netinu.