Að læra að læra – fyrir grunnskólanema

kr. 62.400

Námsstuðningur – 5 vikna einkanámskeið fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskólans

5 vikna einkanámskeið fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskólans – 5 vikur

Það geta verið margar ástæður fyrir því að eitthvað gangi erfiðlega í náminu í skólanum. Ef það gerist þá getur verið hjálplegt að fá smá aðstoð við að skoða með þér hvað það er sem þér þykir erfiðast og hvernig hægt er að gera það auðveldara.

Námsstuðningurinn byggir á aðferðafræði markþjálfunar, Hugrænnar atferlismeðferðar, námstækni o.fl.
• Þegar þú vilt ná betri tökum á náminu þá er gott að byrja á því að skipuleggja sig vel.
• Þegar þú mætir í fyrsta tímann í námsstuðninginn kemur þú því með allar námsbækurnar sem þú átt að vinna í næstu vikurnar, ásamt kennsluáætlunum og yfirliti yfir skiladaga stærri verkefna.
• Þú sem býrð úti á landi sýnir mér námsgögnin í fyrsta netfundinum og það væri fínt að þú værir búin/n að taka mynd af kennsluáætluninni og senda mér.

Við skoðum hvað það er sem þér þykir erfiðast og hvernig við getum gert þau atriði auðveldari viðfangs.

Á námskeiðinu vinnum við m.a. með;
• markmiðavinnu – forgangsröðun verkefna – tímaskipulag – einbeitingu – minnisaðferðir – greiningu aðalatriða – frágang verkefna – verkefnaskil og undirbúning fyrir próf.
• Þú eflir sjálfstraust þitt gagnvart náminu, færð skýrari sýn á markmiðin þín og framtíðarsýn.
• Frammistöðukvíði dvínar og þá líka prófkvíðinn þegar þú nærð betri tökum á náminu og allur námsundirbúningur kems í gott horf.
• Velgengni í námi laðar fram vellíðan og námsgleði.

Einkanámskeið. 1 tími í viku, 60 mín. Það á bæði við um staðbundið námskeið í Rvk og ef námskeiðið er á netinu.
Kennsludagar og kennslutími; samkomulagsatriði (einn 60 mín. tími pr.viku). Öll vinnan miðar við námsefnið þitt sem þú þarft að ná góðum tökum á. .