PhotoReading í tengslum við bóklegt nám

kr. 78.800

3ja – 4ra vikna námskeið – næst í september 2024

3ja – 4ra vikna námskeið staðbundið í Reykjavík þar sem er unnið að því að þjálfa og efla PhotoReading tæknina.
kr. 78.800.

Þátttakendum er nauðsynlegt að æfa sig í ca 40 mín. daglega á meðan að á námskeiðinu stendur og vinna þá með námsefnið úr náminu sem þeir eru í.
Unnið er í 1,5 – 2 klst. í senn.

Hér liggur áherslan á því að ná út úr textanum því sem á þarf að halda hverju sinni, t.d. við að læra til prófs, undirbúa sig fyrir umræður, gerð ritgerðar eða skýrslu o.s.frv. á grunni mis-mikils lesefnis eftir atvikum.

Námsgögn frá Learning Strategies Corporation eru afhent í fyrsta tímanum og þá farið yfir öll helstu grundvallaratriði tækninnar.  Þú kemur með námsbók úr náminu þínu strax í fyrsta tímann, það er ágætt að koma með 2 – bækur til að hægt sé að velja þá bók sem hentar best að æfa sig á í fyrstu.

Við setjum upp skipulag fyrir þig til að vinna eftir á milli tíma, til að þú æfir þig á grundvallar atriðunum í réttri röð því eitt byggir á öðru.

Þetta er námskeið fyrir nemendur sem eru til í að nýta aðferð sem þér þykir hugsanlega hálf skrýtin til að byrja. Ég reyni aldrei að sannfæra neinn um að PhotoReading virki, ég veit að hún virkar þegar þú æfir þig, gefur þér tíma til æfinga og leyfir þér að slaka á og treysta aðferðinni.

Ég hef kennt fjölda fólks PhotoReading i gegnum árin, nemendum á öllum aldri og fólki í fyrirtækjum. Flestir hafa nemendurnir verið í háskólanámi en hluti þeirra í grunnskóla eða framhaldsskóla.

Það borgar sig að gefa sér tíma til að æfa aðferðina líka eftir að þriggja vikna námskeiðinu lýkur.

Ég hef oft líkt því að læra og ná tökum á PhotoReading aðferðinni við það að læra að hjóla á reiðhjóli.
Ef þú kannt að hjóla í dag og finnur fyrir öryggi á reiðhjólinu, þá manstu ef til vill eftir því að þegar þú varst að læra að hjóla, þá þurftir þú að ná jafnvægi á hjólinu. Í dag ferðu strax að hjóla af öryggi.
Þetta er svipað þegar þú ert að læra PhotoReading aðferðina, þú finnur liklega fyrir smá óöryggi í fyrstu, en með æfingu og endurtekningu þá nærðu meira öryggi og færni.