Unglingurinn minn

kr. 12.800

Til að aðstoða þig sem foreldri til að nálgast betur samtalið við unglinginn er hér lítið 1,5 klst örnámskeið, sem haldið er í gegnum netið, þar sem farið er yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga því það er gott að tileinka sé ákveðna samtalstækni. Næsta námskeið í ágúst 2024.

Tíminn líður stundum ótrúlega hratt og allt í einu er litla barnið þitt orðið unglingur í efri bekkjum grunnskólans. Hvert fór tíminn? Miklar breytingar verða á stuttum tíma og álagið í skólanum eykst með hverju ári.

Félagslífið í skólanum kallar og líka tómstundir og íþróttir utan skólans. Það er margt að gerast, allir eiga annríkt.

Stundum verður engin laus stund til að setjast niður saman í rólegheitum og spjalla saman um líðandi stund til að heyra hvað er að gerast í lífi unglingsins. Unglingurinn er heldur ekki að segja mikið frá af fyrra bragði. Þögn er ekki sama og áhugaleysi – það getur bara verið um svo margt að hugsa að spjalltími verður neðarlega á minnislistanum.

Oft þykir okkur sem börnin og unglingarnir séu hálf límd við síma- og tölvuskjái, en hvernig er það með okkur sjálf? Þurfum við ekki að byrja á því að slökkva á símanum okkar og gefa okkur tíma til að hefja spjalltíma með unglingnum?

Sýna honum eða henni að við höfum einlægan áhuga á að vita hvað sé að gerast hjá þeim, ekki til að dæma, heldur til að hvetja með jákvæðum og uppbyggilegum hætti.

Hvernig förum við að því að hefja þetta samtal? Hvernig er best að spyrja til að fá einhver önnur svör en bara eitthvað óskýrt „já“ eða „nei“?

Til að aðstoða þig sem foreldri til að nálgast betur samtalið við unglinginn er hér lítið örnámskeið, 1,5 klst. á netinu, þar sem farið er yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga því það er gott að tileinka sé ákveðna samtalstækni.

Hér er líka komið með dæmi um hvernig við getum aðstoðað unglinginn til að efla félagslega færni sína sem jafnframt getur bætt samskipti.

Kvíði er sívaxandi vandamál hjá mörgum unglingum og getur haft ýmsa erfiðleika í för með sér. Það getur komið sér vel fyrir foreldra að hafa innsýn í virkar einfaldar aðferðir sem geta hjálpað unglingnum að draga úr áhrifum kvíðans. Jóna Björg kemur inn á dæmi um þessháttar aðferðir á örnámskeiðinu.

Foreldrar sem þess óska geta síðan fengið kynningu á nemendahandbók Jónu Bjargar Að læra að læra – með sjálfseflingu“ fjallar Jóna Björg um ýmsar aðferðir í námstækni, markmiðasetningu og sjálfseflingu, sem geta reynst unglingnum í efstu bekkjum grunnskólans gott veganesti og nýtist þeim einnig til framtíðar.

Innihald örnámskeiðsins fyrir foreldra;

  • Dæmi um samtalstækni sem eykur líkur á innihaldsríkum svörum.
  • Dæmi um hvernig efla má félagslega færni unglingsins og samskiptafærni
  • Einfaldar en áhrifamiklar aðferðir til að vinna með kvíða
  • Boðið er upp á ókeypis kynningu á nemendahandbókinni „Að læra að læra – með sjálfseflingu“ (námstækni – markmiðasetning – sjálfsefling) 2. útg. jan. 2024.  Bóki er í sölu og dreifingu hjá höfundi ( jona@namstækni.is ). Sjá um bókina á https://namsadstod.namstaekni.is/