1 tími í Markþjálfun

kr. 15.500

Markþjálfunartíminn fer fram á netinu í Zoom kerfinu.

Markþjálfunartíminn fer fram á netinu í Zoom kerfinu.

Ef þetta er í fyrsta sinn sem þú ferð í markþjálfun og ert ekki viss hvort þér henti að taka fleiri tíma en þennan fyrsta þá er upplagt að kaupa 1 stakan tíma.
Það er gott að ítreka að markþjálfun er ekki ráðgjöf – heldur markþjálfun.
Markþjálfunin er 100% trúnaðarvinna.
Til að ná einbeitingu byrjum við tímann á einföldum öndunaræfingum og slökun (ca 2 mín.)
Þú velur hvað þú vilt ræða í markþjálfunartímanum Það getur verið hvað sem er, t.d. eitthvað sem þú ert að velta fyrir þér eða þarft að finna lausn á.
Síðan nota ég ákveðna spurningatækni sem hjálpar þér til að hugsa dýpra um efnið og sjá mögulega mun fleiri fleti á því en þér hafði áður dottið í hug.
Það er hálf ótrúlegt hvað hægt er að fá mikla innsýn í mál sem í upphafi virtust vera algjörlega lokuð.