Ókeypis örnámskeið og örvinnustofa á netinu mánudagskvöldið 26. ágúst kl. 20:00 – 21:30 til að veita þér innsýn í hvernig hægt er að vinna með og róa kvíða.
Hér færðu smá innsýn í
hvað veldur því að kvíði fer í gang og
hvaða áhrif viðvarandi neikvæðar hugsanir og kvíði hafa á andlega og líkamlega líðan þína –
auk þeirra áhrifa sem það getur haft á samskipti þín við aðra, hegðun þína og framkomu.
Á örvinnustofunni leitum við svara við:
1. Hvers vegna fer kvíðinn í gang?
2. Hvernig get ég róað kvíðatilfinningarnar?
3. Hvernig get ég losnað út úr kvíðahringnum?
Þó svo að ég bjóði þér ókeypis á þennan viðburð, þá er nauðsynlegt fyrir þig að skrá þátttöku og ég sendi þér svo aðgang sem gildir fyrir þig inn á fundinn sem verður á zoom. Þú skráir þátttöku með því að „panta“ þetta námskeið á kr.0.-
Hafðu endilega pappír og ritföng til taks áður en við byrjum, því til að þú fáir sem mest út úr örnámskeiðinu, er nauðsynlegt taka virkan þátt í örvinnustofunni. Virknin felst í því að svara nokkrum spurningum út frá þínum eigin aðstæðum (þú þarft ekki að deila svörunum með öðrum).
Örnámskeiðið „Náðu tökum á kvíðanum!“ hentar jafnt konum sem körlum.
Ókeypis örnámskeið og örvinnustofa mánudagskvöldið 26. ágúst kl. 20:00 – 21:30.
Mundu að skrá þátttöku með því að „panta“ þetta námskeið á kr.0.-