Valmynd
Loka
Þegar þú vilt ná lengra í hverju því sem þú ert að starfa við þá er markþjálfun frábær leið til að opna á nýja sýn, nýja möguleika. Þú veist hvað þú vilt – en stundum er ekki alveg ljóst hver eigi að vera næstu skref.
Í markþjálfunarsamtalinu getur opnast á þér áður hulda möguleika.
Þú þarft ekki endilega að vera í vandræðum með eitthvað varðandi kennsluna eða nemendurna í bekknum til að taka þér tíma í markþjálfun. Alls ekki. Markþjálfun hjálpar þér líka til að verða enn öflugri í því sem þú hefur þegar góð tök á.
Þú getur nýtt þér endurmenntunarstyrki fagfélagsins til að greiða fyrir markþjálfun. Kannaðu rétt þinn þar.
……
Umsögn frá Anítu Ýr Siggeirsdóttur kennara
„fyrir og eftir markþjálfun hjá Jónu Björgu Sætran“ haustið 2023
Markþjálfun
Ég fór í 6 vikna markþjálfun hjá Jónu Björg þegar ég byrjaði að kenna í haust. Í byrjun var ég mjög óörugg með mína kennsluhætti, átti erfitt með að setja mér raunhæf markmið varðandi kennsluna og var í vandræðum með hluti sem mér fannst erfitt að fá svör við.
Eftir markþjálfunina get ég sagt að sagan sé allt önnur. Ég er mun öruggari með það sem ég er að gera. Jóna Björg er stútfull af hugmyndum og hefur mikla reynslu af kennslu sem skín í gegn. Hún hjálpaði mér mikið við að aðlaga mína kennsluhætti, markmiðasetningu og gera kennslustofuna að minni. Það hefur gengið vonum framar með bekkinn minn eftir góðar ábendingar og hugmyndir frá Jónu Björg.
Það er líka frábært að hún þekkir inn á skólann svo að hún vissi yfirleitt hvað maður átti við. Tímarnir nýttust því mun betur heldur en ef maður væri að tala við einhvern sem þekkir ekkert inn á skólann.
Aníta Ýr Siggeirsdóttir
Umsjónarkennari 6. AÝS
Seljaskóla
FYLGDU OKKUR
©2023 Námstækni ehf
FLÝTILEIÐIR
NÁMSTÆKNI