Valmynd
Loka
Hvers þarfnast þú núna til að geta verið sú sem þú vilt helst vera?
Í sérhverjum markþjálfunartíma vinnum við út frá þínum þörfum, því sem þér er mikilvægt akkúrat núna!
Á 30 til 60 mín. tíma í markþjálfun getur opnast inn á nýja möguleika í lífi þínu. Það magnaða er að þú finnur í raun öll þín svör sjálf – með því að ég spyr þig opinna og stundum má krefjandi spurninga um það sem þú ert að spá í. Það munar svo miklu að tjá sig um það sem verið er að velta fyrir sér, ég hlusta á þig með „virkri hlustun“ og endurspegla stundum það sem þú ert að segja. Þegar þú leyfir þér að hugsa dýpra um það sem spurningar mínar kalla fram í huga þínum, þá getur opnast inn á ýmsa möguleika sem þú sást ekki fyrir.
Athugaðu að þú getur nýtt þér tímana mína í markþjálfun hvar sem þú ert á landinu, já eða erlendis, því það er lítið mál að hittast á netinu í tíma í markþjálfun. Ég sendi þér lokaða slóð á fundarsvæði á netinu og þú getur tengst hvort heldur sem er í gegnum tölvu eða snjallsíma.
Markþjálfunartíminn er aðeins fyrir þig og mig, og ég er bundin trúnaði um það sem þar er rætt.
Under flippanum MARKÞJÁLFUN efst á vefsíðunni, getur kynnt þér reynslu mína og menntun í markþjálfun. Þar getur þú einnig séð hagstæð tilboðsverð á markþjálfun hjá mér þegar nokkrir tímar eru keyptir í einu.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta, þá er þér velkomið að senda mér netpóst á jona@namstaekni.is
FYLGDU OKKUR
©2023 Námstækni ehf
FLÝTILEIÐIR
NÁMSTÆKNI