Bókin; Að læra að læra – með sjálfseflingu.

kr. 4.990

Öflug námstækni. Áhrif hugsana á tilfinningar og líðan. Jákvæðni og neikvæðni. Unnið með kvíða og erfiðar hugsanir með jákvæðum hætti. Á https://namsadstod.namstaekni.is/   er vefur á bæði íslensku og ensku, um „Að læra að læra – með sjálfseflingu“.
Bókin kostar kr. 4990 (+ sendingarkostnaður).

Ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu getur þú sótt bókina í Námstækni ehf. 

 

Hér er smá innsýn í hluta af efnisþáttum bókarinnar:

  • Námstækni: undirbúningur og virkni í kennslustundum, sjálfstæð vinnubrögð, samvinna, vinnuaðstaða, aðalatriði og aukaatriði texta, lestur og lestrarþjálfun, minnisaðferðir, skipulagning o.fl.
  • Markmiðasetning: markmið varðandi námið, áhugamálin mín og samskipti, tímanýting o.fl.
  • Sjálfsefling: Áhrifaþættir varðandi andlega og líkamlega líðan, hæfileikar og sérstaða, áhrif hugsana á tilfinningar og líðan, hugsanir og stjórn á þeim, kveikjan á bak við hugsanir og kvíða, hugsanaskjekkjur, hugsanaskráningar, áhrif jákvæðni og neikvæðni, um kvíða, framkoma, einelti, ábyrg samskipti, að yfirvinna erfiðar upplifanir og minningar o.m.fl.

Efni bókarinnar gerir nemendum best og mest gagn þegar þeir fá eintak af bókinni sér til eignar. Efnisþættir bókarinnar vinna vel  saman og flétta þannig góðan grunn fyrir nemendur til að efla sig í námi og ekki síður til að efla sjálfstraust sitt og námsgleði. Það er ekki nóg að námið gangi vel, unglingum þarf að líða vel bæði andlega og líkamlega. Hér er mikil áhersla lögð á sjálfseflingu, að efla sjálfstraustið.  Einnig verkefni sem nýtast nemendum til að skilja hugsanlegar ástæður kvíða og erfiðra hugsana og hvernig hægt er að vinna sig út úr slíku með jákvæðum hætti, einn eða með aðstoð kennara eða foreldris.

Æskilegt er að „Að læra að læra – með sjálfseflingu“ sé notuð sem kennslu- og verkefnabók í efri bekkjum grunnskólans, 7. – 10. bekk en bókin hentar líka vel fyrir einstaklingsvinnu heima. Því hentar þér vel sem foreldri, afa eða ömmu, eða gefa unglingnum þessa bók til að vinna með heima.

„Að læra að læra – með sjálfseflingu“ (útg. janúar 2024)  kostar 4990.-kr. (+ sendingarkostnaður) og er til sölu og dreifingar hjá Námstækni ehf  namstaekni@namstaekni.is
Ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu getur þú sótt bókina í Námstækni ehf.

………………………………….

Samstarf óskast
Höfundur leitar eftir samstarfi við nokkra skóla (á höfuðborgarsvæðinu og einnig úti á landsbyggðinni).

Samstarfið felur í sér að nemendur í ákveðnum bekk fengju allir bókina sér til eignar (skólinn fengi bókina á sérstökum kjörum) og umsjónarkennari bekkjarins myndi vinna efni bókarinnar með nemendum á haustönn 2024. Fylgst yrði með hvernig efni bókarinnar nýttist nemendum, staðan tekin í upphafi annar og síðan skoðað hvernig efni bókarinnar hefur nýst til jákvæðrar eflingar (fengnar umsagnir kennara og nemenda um hvernig þeim finnst að efnið hafi nýst þeim).
Ef þú og skólinn sem þú starfar við, hafið áhuga á slíku samstarfi, þá vinsamlega hafðu samband við Jónu Björgu Sætran á  jona@namstaekni.is