Speaking engagements 

in office, online & EVENTS

Jóna Björg Sætran býður upp á nokkur námskeið sem henta vel fyrir starfsfólk skóla á starfsdögum.

Skólaforðun? Finnum brosið á ný! 

  • Hvernig vinnum við að því að greina vandann þegar nemandi mætir ekki í skólann eða lætur sig hverfa á miðjum skóladegi? 
  • Hvernig er unnið með vanlíðan nemenda?
  • Hvernig er unnið með kvíðatilfinningar?
  • Hvernig er unnið að því að byggja upp og efla sjálfstraust nemenda?
  • Hver er staðan á stuðningi við nám ef barnið á erfitt með að ná tökum á náminu?
  • Hvernig er samvinnan við fjölskyldur og heimili barnanna?
  • Hvernig getum við sem starfsfólk skólans unnið samhent að því að efla vellíðan, sjálfstraust og gleði nemenda þannig að mætingar verði með ágætum og skólaforðun heyri sögunni til?

Hvernig er staðan á þessum atriðum hjá okkur í dag?

Hvernig getum við gert enn betur?

 

Bætum félagslega færni í skólastofunni.
               Bætt samskipti – betri framkoma – meiri vellíðan og gleði.

  • Hvernig getum við kennarar eflt sjálfstraust og vellíðan nemenda í gegnum vinnu til að auka félagslega færni þeirra þannig að það hafi jákvæð áhrif á samskipti þeirra, framkomu og jákvæða virkni í námi?
  • Hvernig getum við nýtt létta tilfinningavinnu,  
    hugsanaskráningu ásamt vinnu með gildi og hæfileika til að hjálpa nemendum til jákvæðra breytinga á hegðurnar- og samskiptamynstrum sínum
  • Hvaða áhrif getur félagsleg færni mín gagnvart samstarfsfólki mínu haft jákvæð áhrif á nemendur mína almennt?

 

Kulnun? – Nei takk!

Drögum úr líkum á kulnun með því að skoða líðan okkar í dag og hvað má betur fara.

  • Hver er staðan á þeim þáttum í lífi mínu í dag sem eru mér hvað mikilvægastir til að mér líði vel, bæði í einkalífi mínu og í starfi mínu sem kennari?
  • Hvernig get ég notið mín betur í starfi? Þarf ég að ná betri tökum á tölvutækninni almennt eða á ákveðnum tölvuforritum sem ég að nota við t.d. skipulag kennslu, námsmat og samskipti? 
  • Hvern get ég rætt við í trúnaði innan skólans til að tjá mig um vanlíðan mína? Hvar get ég leitað ráða?
  • Er hugsanlegt að þeir sem ég er að vinna með í teymum væru til í að setjast niður með mér og hjálpa mér að endurskipuleggja teymisvinnuna þannig að ég ráði betur við hana á meðan ég er að ná upp orkunni minni?
  • Getur hugsast að ég sé farin að sýna einhverja flóttahegðun sem ég geri mér ekki alveg grein fyrir?
  • Þarf ég að yfirvinna kvíða?
 

Hægt er að láta aðlaga námskeiðsefnið að sérstökum þörfum viðkomandi skóla.

Til að fá nánari upplýsingar og til að óska eftir hópnámskeiði fyrir kennarahóp sjá hér fyrir neðan:

Upcoming Speaking engagements

„Kids avoiding attending school – Social skills – Burnout“

4 hour seminar/workshop (in Icelandic) for Icelandic teachers.

Date: June 9th, 2023

Location: Maya Hotel, Alicante, Spain

Hosted by:

BOOKING REQUEST FORM

This form is currently undergoing maintenance. Please try again later.