Coaching ~ markþjálfun
Yfirlit þjónustu og skráning

Markþjálfun (Life Coaching) - núna líka á netinu!Ath. Ýmis starfsmannafélög og stjórnir fyrirtækja veita sínu fólki styrki til að sækja tíma í markþjálfun

Markþjálfun gefur almennt bestan árangur þegar unnið er saman yfir ákveðinn tíma, þess vegna er æskilegt að ákveða að taka t.d. þrjú eða fjögur skipti. 

Eftirfarandi verð gilda fyrir einn og sama einstaklinginn.     Sjá einnig HÉR

Hvert markþjálfunarsamtal er 60 mín. 

1 stakur tími kr. 15.500. (vsk innifalinn.)

2 tímar greiddir fyrirfram kr. 14.500 pr. tíma,  samtals kr. 29.000.(vsk innifalinn.)

4 tímar greiddir fyrirfram kr 13.140 pr. tíma, samtals kr. 52.560.(vsk innifalinn.)

6 tímar greiddir fyrirfram kr. 11.000 pr. tíma, samtals kr. 66.000..(vsk innifalinn.)

10 tímar greiddir fyrirfram kr. 9.800 pr. tíma, samtals kr, 98.000. (vsk innifalinn.)

Ath. Ýmis starfsmannafélög og stjórnir fyrirtækja veita sínu fólki styrki til að sækja tíma í markþjálfun.

Jóna Björg Sætran er almennt með markþjálfunartímana á netinu í Zoom, en í Reykjavík er hægt að velja um að fá staðbundna tíma í markþjálfun eða að taka tímana á netinu í gegnum Zoom.

Jóna Björg Sætran mætir einnig staðbundið í fyrirtækjum sem óska eftir markþjálfun starfsfólks. 

 Gjafabréf: Hægt er að kaupa gjafabréf fyrir markþjálfunartíma. 

 


jb700PCC badge
Jóna Björg Sætran er PCC markþjálfi, en það er alþjóðleg vottun á efra stigi markþjálfunar, frá ICF, International Coach Federation.

Í dag markþjálfar Jóna Björg mikið í gegnum netið og hittir þá skjólstæðinga sína á fjarfundum á Zoom, hún markþjálfar bæði einstaklinga hér á landi og fólk sem býr í öðrum löndum, s.s. Bretlandi, Ítalíu, Danmörku, Noregi Tékklandi og Póllandi. Nú kemstu því í faglega markþjálfun óháð því hvar þú býrð.
Jóna Björg markþjálfar mest á íslensku og á ensku en einnig kemur til greina að markþjálfa á dönsku. 

Dæmi um umsagnir markþega sem hafa verið í markþjálfun hjá Jónu Björgu Sætran:

Björg Pálsdóttir segir: Ég er ný byrjuð í nýju starfi og var að takast á við mjög krefjandi verkefni. Verkefnið gekk ágætlega en ég fylltist miklu óöryggi og og miklum kvíða og ég vildi helst sleppa við þetta verkefni. Ég var farin að missa svefn og átti erfitt með að skilja vinnuna eftir í vinnunni. Ég átti fund með Jónu Sætran tengt þessu verkefni og hún sá strax hversu kvíðin ég var. Ég ákvað á þessum fundi að fara í Markþjálfun hjá henni. Eftir fyrsta tímann, ótrúlegt en satt þá hvarf kvíðinn. Ég hef hitt marga fagaðila í gegnum tíðina en ég hef aldrei losnað við kvíða á svona stuttum tíma. Yfirleitt hefur það tekið nokkra mánuði og jafnvel ár. Ég hélt áfram í Markþjálfun hjá Jónu og líkar mjög vel. Nú tekst ég á við þetta verkefni með bros á vör og hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi. Einnig hef ég náð betri tökum á að skilja vinnuna eftir í vinnunni og sef betur. Þar af leiðandi finnst mér ég vera betri starfsmaður en áður. Mér finnst að markþjálfun ætti að vera í boði á öllum vinnustöðum. Ég mæli 100% með markþjálfun hjá Jónu Sætran.

SN segir: Ég er mjög ánægð að hafa tekið þátt í markþjálfun hjá Jónu Björgu Sætran. Það hefur gefið mér mikið m.a. að setja mér markmið og framkvæma þau. Koma því í orð sem hvílt hefur á mér og það eitt og sér losar um böggul innra með mér sem ég hef losað mig við. Vera meðvituð um að setja mig í fyrsta sæti og setja annað til hliðar, losa mig við bakpokann. Mikil vellíðan að hafa tekið þátt í markþjálfuninni.

NN segir: Jóna, takk kærlega fyrir að hafa tekið mig í markþjálfun því það opnaði huga minn fyrir því hvað ég vil fá út úr lífinu og hvað ég get losað mig við úr því (neikvætt). Gaman var hvað ég áttaði mig á því að ég get stjórnað mínu lífi með einföldum aðferðum markþjálfunar og hvað það breytti hugsanahætti mínum til hins betra. Þetta mun ég nota í framtíðinni, ekki spurning. Ég mæli með markþjálfun fyrir alla.

Nánari upplýsingar hjá Jónu Björgu Sætran  jona@namstaekni.is            Um markþjálfun ... sjá HÉR

Smelltu hér til að skrá þig

Powered by Sigsiu.NET