Coaching ~ markþjálfun
Yfirlit þjónustu og skráning

Snillingurinn (börn, 8 - 10 ára) næst 2020


"Snillingurinn"  er heiti á samtalsmeðferðar einka-námskeiði þar sem Jóna Björg Sætran vinnur með stálpuðu barni eða unglingi við að  bæta líðan þess. Jóna Björg tekur yngst 7 ára börn á "Snillinga" einkanámskeið.
Námskeiðið er alfarið sniðið að þörfum barnsins og markmiðið er að barnið nái tökum á þeim vanda sem það er að glíma við, sjálfstraustið aukist, og að því líði mun betur en áður. 
 

Mörgum börnum og unglingum líður illa innra með sér, þau eru ef til vill kvíðin, þeim leiðist mikið eða þau eru smeik við að fara í skólann vegna eineltis. Þau geta líka verið með ýmis konar hegðunarvandamál sem geta stafað af einhverjum óljósum ástæðum. 

Hugræn atferlismeðferð getur oft komið hér að gagni. 

Námskeiðið "Snillingurinn" nær yfir 6 skipti sem ég vinn með barninu, foreldri er viðstatt að hluta til.
Námskeiðið nær yfir 6 - 10 vikur eftir aðstæðum. Hver tími er 45 mín. til 60 mín. eftir aðstæðum og aldri barnsins. 

Nánari upplýsingar á coach@coach.is 


52.800
Smelltu hér til að skrá þig

Powered by Sigsiu.NET