Yfirlit þjónustu og skráning
Námsstuðningshandbókin; Að læra að læra . Námstækni Markmiðasetning Sjálfsefling |
|
|
Búið er að opna vef. á bæði íslensku og ensku, þar sem bókin Að læra að læra er kynnt https://namsadstod.namstaekni.is/is/
 Að læra að læra (höf.: Jóna Björg Sætran), handbók fyrir unglinga í námstækni, markmiðasetningu og sjálfseflingu. Bókin er skrifuð á grunni aðferðarfræði árangursfræða, markþjálfunar og hugrænnar atferlismeðferðar og kostar 3600 kr. Efni bókarinnar er ætlað að efla innsýn unglinga á áhrifamátt sinn til aukinnar vellíðunar, betra sjálfstrausts, velgengni í námi og námsgleði. Hér vinnur nemandinn með námstækni - lestur - minnisfræði - upprifjun - markmiðasetningu - erfiðar hugsanir - kvíða og hvernig hægt er að vinna sig upp úr erfiðri líðan.
Bókin "Að læra að læra" hentar mjög vel til að vinna með í umsjónartímum bekkjarkennara eða í sérstökum lífsleiknitímum í 6. - 8. bekk. Til að nemandinn fái sem mest út úr vinnu með efni bókarinnar þarf nemandinn að eiga sitt eigið eintak af bókinni og getur þá unnið verkefnin beint í bókina. Vitað er að fullorðnir einstaklinga hafa líka verið að fjárfesta í bókinni til að styðjast við í sínu námi.
Foreldrar hafa líka keypt bókina til að unglingurinn geti unnið með bókina heima (ef vitað er að skólinn bjóði ekki upp á hana í skólanum).
3600 |
|
|