PHOTOREADING

PhotoReading / Myndlestur er öflug lestrar- og námstækni

PhotoReading er ekki aðeins lestrartækni heldur og jafnframt frábær námstækni vegna þess að með þessari aðferð liggur áherslan á því að ná út úr textanum því sem á þarf að halda hverju sinni, t.d. við að læra til prófs, undirbúa sig fyrir umræður, gerð ritgerðar eða skýrslu o.s.frv. á grunni mis-mikils lesefnis eftir atvikum. Í slíkum raunhæfum tilvikum snýst málið um að tileinka sér efnið nægilega vel á þeim takmarkaða tíma sem til ráðstöfunar er hverju sinni. Oft er ekki tími til að lesa hvert einasta orð textans meðvitað með gömlu aðferðinni en þá er vandamálið hvaða hluta efnisins á þá að lesa ef fyrirsjáanlegt er að ekki vinnist tími til að lesa allt fyrirliggjandi efni.

Þarna hefur PhotoReading yfirburði vegna þess að með þeirri námstækni er allt fyrirliggjandi efni myndlesið og lesandinn fær tilfinningu fyrir því hvaða hluti lesefnisins skiptir mest máli fyrir fyrirliggjandi verkefni og hann er þá ekki að eyða dýrmætum tíma í aukaatriði við hefðbundinn lestur á lesefni sem virðist síður skipta máli.

Líka venjulegur lestur 
Hitt er annað að oftast eru einhver atriði í textanum sem læra þarf bókstaflega utan að, svo sem upptalningar og skilgreiningar, en þá eru meðal annars aðferðir hefðbundins (hrað)lesturs notaðar við það. Einnig viðeigandi minnistækni til festa þekkinguna sem best í minni.

PhotoReading / Myndlestur er öflug lestrar- og námstækni

Hér liggur áherslan á því að ná út úr textanum því sem á þarf að halda hverju sinni, t.d. við að læra til prófs, undirbúa sig fyrir umræður, gerð ritgerðar eða skýrslu o.s.frv. á grunni mis-mikils lesefnis eftir atvikum.

3ja vikna námskeið þar sem er unnið að því að þjálfa og efla PhotoReading tæknina.
Þátttakendum er nauðsynlegt að æfa sig í ca 40 mín. daglega á meðan að á námskeiðinu stendur og vinna þá með námsefnið úr náminu sem þeir eru í.

PhotoReading / Myndlestur samanborið við venjulegar hraðlestraraðferðir

Styrkur PhotoReading, myndlesturs, felst fyrst og fremst í því að ná að gera lesandanum kleift að fara yfir umfangsmikinn texta eða lesefni á mjög stuttum tíma, átta sig á aðalatriðum efnisins og því sem helst máli skiptir varðandi tilgang lestursins hverju sinni með góðum skilningi; innihald textans og skilningurinn á því er ekki bara í skammtímaminni strax eftir lesturinn heldur situr það einnig eftir í langtímaminni og undirmeðvitund lesandans.

Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að ólíku er saman að jafna þegar verið er að bera PhotoReading saman við hefðbundnar hraðlestraraðferðir, þar sem PhotoReading inniheldur mun meira heldur en lestrartækni eins og að ofan greinir.

Þegar verið er til samanburðar við PhotoReading að taka dæmi um lestrarhraða með hefðbundnum hraðlestraraðferðum þarf einnig að átta sig á því að í dæmigerðum hraðlestrarprófum hefðbundins hraðlesturs er verið að prófa hvað fólk notar mikinn tíma til að lesa meðvitað ákveðinn texta af tiltekinni lengd og hvað það svarar mörgum beinum krossaspurningum rétt úr því efni strax á eftir. Á þeim grunni er reiknað út hvað lesin voru mörg orð á mínútu og hve hátt hlutfall réttra svara reyndist vera. Þannig er í reynd verið að prófa hversu vel hinn tiltölulega stutti lesni texti situr enn meðvitað í skammtímaminni lesandans. Með PhotoReading-tækni er lesandinn jafnframt og ekki síður að undirbúa sig til að gera grein fyrir efninu sjálfstætt og þannig að það sé ekki endilega bundið við hina 20 mínútna vörsluhæfni skammtímaminnisins.

Lestrarhraðinn
Loks má benda á að sjálfur lestrarhraðinn með PhotoReading er um 25.000 orð á mínútu, sem svarar til að notaðar séu um 2 sekúndur fyrir hverja bókaropnu. Þar að auki er reyndar ákveðinn tími í undirbúning fyrir sjálfan myndlesturinn og úrvinnslu eftirá með sérstökum aðferðum PhotoReading-tækninnar. Þess utan er ferlið endurtekið, að hluta til eða allt, eftir því sem lesandinn finnur sig knúinn til og/eða tími vinnst til. Þetta segir þó ekki alla söguna því að það er sjálfur árangurinn þegar upp er staðið sem skiptir máli af tileinkun efnisins á hinum takmarkaða tíma sem til ráðstöfunar er í hverju tilviki.

PhotoReading er fyrir alla

Yngsti nemandinn sem hefur lært PhotoReading hjá Námstækni er 8 ára – sá elsti um áttrætt!

Reynslan hefur sýnt að börn geta líka tileinkað sér grunnþætti PhotoReading tækninnar með góðum árangri.

Þú getur lært PhotoReading

Veldu næsta skref hér fyrir neðan:

Viltu vita meira?
Sendu okkur fyrirspurn á jona@namstaekni.is

Umsagnir þátttakenda