PhotoReading - öflug tækni til að vinna með texta

PhotoReading = Myndlestur

Þegar þú vilt lesa meira og skilja textann betur!PhotoReading er mjög öflug námstækni sem auðveldar alla vinnu með texta. PhotoReading byggir á eiginleikum heilans, eiginleikum sem allir heilbrigðir einstaklingar fæðast með.

Þessi vinnuaðferð er oft nefnd Myndlestur á íslensku en það heiti hefur stundum valdið misskilningi því hér er ekki um það að ræða að verið sé að túlka myndir eins og orðið myndlestur gæti falið í sér.

 


Öflug vinna með námsefni Dags daglega erum við almennt að nota aðeins agnarlítið brotabrot af heilafærni okkar. Við getum lært að nýta færni heilans svo miklu meira til að auðvelda okkur ýmis verk sem við þurfum að vinna. Í PhotoReading nýtum við alls konar taugatengsl á milli svæða í heilanum. Með því að nota undirmeðvitund okkar meðvitað þá getum við m.a. nýtt okkur meðfædda hæfileika okkar til að innbyrða mikið magn af texta á skömmum tíma, með því að vinna með hann á ákveðinn hátt.

Námstækni ehf. býður upp á PhotoReading námskeið tvisvar á ári, þ.e. fljótlega eftir að vorönn og haustönn hefjast.

Sjá hér

 

 

Við getum lýst PhotoReading aðferðinni í mjög stuttu máli svona:

1. Það er ákveðinn tilgangur með lestrinum og þú undirbýrð lesturinn með þennan tilgang í huga. 10 - 20 mín.    
2. Þú skoðar bókina með ákveðna hluti í huga og undirbýrð þig fyrir lesturinn.   10 - 15 mín.
3. Þessu næst ferðu í slökun og vinnur með textann í allri bókinni / eða í nokkrum köflum í einu á meðan þú ert með hugann í  ákveðnu ferli. 15 - 20 mín.
4. Síðan flettir þú aftur í gegnum textann og skrifar niður nokkrar spurningar.  40 mín. - 50 mín. Geymir textann.
5. Loksins ferðu að lesa textann.

Hér að ofan er rétt tæpt á aðferðinni því það er svo miklu auðveldara að læra PhotoReading með því að koma á námskeið heldur en að reyna að læra aðferðina upp á eigin spítur heima í stofu eins síns liðs.

Margir helstu frömuðir í árangursfræðum, s.s. Antony Robbins, Brian Tracy og Jack Canfield hvetja skjólstæðinga sína til að læra og nýta sér PhotoReading. Hvers vegna? Jú, því með PhotoReading verður lestur bæði svo miklu auðveldari og skilvirkari.
Fólk skilur miklu betur texta sem hefur verið "myndlesinn" áður en hann er "lesinn".

Ég ætla mér ekki að reyna að telja þér trú um að PhotoReading virki. Ég veit að þessi aðferð virkar hjá öllum þeim sem leggja sig eftir að nota hana. Það er ekki nóg að koma á námskeið og vita hvernig á að gera EF maður framkvæmir svo ekki aðferðirnar.

Þátttakendur á PhotoReading námskeiðum hjá Námstækni ehf. á þeim fjórum árum sem ég hef kennt þessa aðferð hér á landi, hafa eiginlega verið á öllum aldri. Mjög stórt hlutfall hefur verið fólk í framhaldsnámi og fólk úr fyrirtækjum (fyrirtæki panta líka lokuð námskeið sem eru þá aðeins fyrir þeirra fólk). En það hafa einnig komið ungir nemendur, allt niður í 9 ára aldur.

Reynslan sýnir að þeir þátttakendur sem ná verulegum árangri í PhotReading eru þeir sem leggja sig eftir að nota aðferðirna á milli kennslu daga, og þá á efnið sem þeir þurfa að lesa hvort heldur sem er.

 

"PhotoReading" is a registered trademark of Learning Strategies Corporation.
Looking for a PhotoReading class outside of Iceland? Click Here.
Both of the above links will send the user to http://www.LearningStrategies.com/PhotoReading/Seminar1.asp