PhotoReading - öflug tækni til að vinna með texta

Aðalatriði og hugarkort

Aðalatriðin eru mikilvægust!
Með því að læra og nýta þér aðferðir PhotoReading getur þú smá saman amk. þrefaldað lestrarhraðann en jafnframt náð góðri einbeitingu og meiri skilningi á lesefninu.

Í PhotoReading er lögð áhersla á að finna aðalatriðin, það eru þau sem skipta máli fyrir lesandann. Rannsóknir hafa sýnt að þegar öll aukaorð hafa verið fjarlægð úr texta, þá standi aðeins 4% - 11% textans eftir. Þessi 4% - 11% eru aðalatriðin, þau atriði sem eru nauðsynleg til að skilja megininnihald textans.

Hver eru aðalatriðin í textanum?
Það getur verið mismunandi eftir því í hvaða tilgangi er verið að lesa bókina. Því þarf tilgangurinn með lestrarferlinu að vera skýr í upphafi.

Hvernig væri að Myndlesa og grunnvinna námsefnið fyrir önnina á nokkrum dögum og eiga það svo allt klárt þegar þarf að lesa fyrir tímana og vinna verkefni?

Þetta getur þú gert á haustönn 2021.
3ja vikna námskeið hefst í Reykjavík í október 2021 ef næg þátttaka hefst.  Skráningu lýkur 10. sept. 2021. 
Skráðu þig hér

 

Hugarkort
hlutiafhugarkorti_450Hér á síðunni sérðu dæmi um HugarKort gert yfir einn kafla í sálfræði sem kennd er í Háskóla Íslands. Nafn Tony Buzan er nátengt umfjöllun um gerð og notkun hugarkorta, eða Mind Maps, en hugarkort eru hrein snilld þegar unnið er með aðalatriði.
Á vefsíðu hans http://www.buzanworld.com er að finna mikið af upplýsingum um hugarkortagerð. Í dag er algengt að nota rafræn hugarkort en það er ekki síðra að handskrifa þau samhliða því sem farið er í gegnum Myndlestrarferlið. Það sem þú skrifar niður (handvirkt) festist oft betur í langtímaminninu en ef það var eingöngu skrifað í tölvu.


Það er ekki hægt að segja að það sé einhver ein uppsetning á hugarkortum rétt en ekki aðrar því framsetningamöguleikar á aðalatriðunum eru óendanlegir. Aðalmálið er þó að þegar við gerum hugarkort þá er alls ekki ætlunin að endurskrifa textann heldur aðeins að taka niður atriði sem okkur þykja skipta miklu máli. Eðli textans sem unnið er með skiptir þá miklu máli og eins hver tilgangurinn með lestrinum er.


Undirbúningurinn er mikilvægur
Vel skipulagður undirbúningur með PhotoReading lestrartækninni er ómetanlegur og auðveldar nemendum til muna að tileinka sér námsefnið. Þá er oft nóg að renna yfir efnið fyrir kennslustund á HugarKortum sem á eru helstu lykilatriði úr hverjum kafla. Þegar kennarinn fjallar um námsefnið í tíma er hann í raun að virkja þann texta sem nemandinn var áður búinn að MyndLesa og auðveldar þannig nemandanum að rifja upp og endurheimta helstu atriðin úr textanum.

Hugarkortagerð á PhotoReading námskeiðunum
Á PhotoReading námskeiðunum er vinna þátttakendur einföld hugarkort samhliða því að unnið er með textana. Þátttakendur eru hvattir til að koma með litapenna, 9 mismunandi liti, pappír fyrir hugarkortin (A3) verður til staðar.
Margir nemendur hafa haft orð á því að hugarkortin hafi haft mjög mikið að segja fyrir þá til að ná yfirsýn yfir námsefnið. Þau er best að setja skipulega upp og hafa þá til hliðsjónar ýmis atriði sem tengjast því að auðvelda minni, auka virkni heilans.
Nánari umfjöllun um hugarkortin verður á námskeiðunum.

 

"PhotoReading" is a registered trademark of Learning Strategies Corporation.
Looking for a PhotoReading class outside of Iceland? Click Here.
Both of the above links will send the user to http://www.LearningStrategies.com/PhotoReading/Seminar1.asp