PhotoReading - öflug tækni til að vinna með texta

Þess vegna kenni ég PhotoReading

PhR kiljan kapa.140.200 h hv

Þegar ég rakst á bókina PhotoReading eftir Paul R. Scheele var það einkum ein setning aftan á bókarkápunni sem náði strax athygli minni en þar stóð að með aðferðum PhotoReading væri hægt að ná að skynja texta með hraða sem samsvaraði allt að 25.000 orðum á mínútu! Þetta þótti mér ótrúlegt, - líklegast væri hér um auglýsingabrellu að ræða. Fljótlega gerði ég mér þó grein fyrir að hér var um að ræða lestrar- og námstækni þar sem unnið var með lestrarefni á allt annan hátt en ég hafði kynnst áður. Þessi einfalda tækni virtist geta gjörbreytt allri vinnu með mikinn lestexta!



Einhvern veginn fannst mér samt að þetta gæti ekki staðist og lagði efnið til hliðar um nokkurt skeið. Þetta lét mig þó ekki í friði, gat þetta staðist? Sjálf var ég kennari að mennt, hafði lokið meistaraprófsnámi í menntunarfræðum en ég hafði aldrei frétt af þessari tækni. Á um 40 ára kennsluferli hafði ég kennt börnum, unglingum og fullorðnu fólki og rekið stuðningskennslu fyrir fólk með námsörðugleika - m.a. fólk með lesblindu af einhverju tagi. Ég hafði kynnst ótal nemendum, ungum og fullorðnum, sem áttu erfitt með að komast yfir mikinn lestur. Ungt fólk gafst upp á námi vegna lestrarálags og ýmsir lögðu alls ekki í það framhaldsnám sem hugur þeirra stóð til vegna þess hve þyrfti þá að ná að lesa mikið.

Ég komst að þeirri niður að EF það væri rétt, að PhotoReading tæknin gæti létt lesturinn og námið all verulega - þá yrði ég yrði að skoða þetta nánar. Í ljós kom að Paul R. Sheele hjá virtu og öflugu bandarísku kennslu-og ráðgjafafyrirtæki, Learning Strategies Corporation, hafði þróað PhotoReading út frá fræðum um nám, minni og færni og virkni heilans. Paul hafði einnig haft samstarf við aðra sérfræðinga, m.a. á sviði málvísinda og aðferðin hafði verið kennd í um 40 ár og í nærri 30 löndum víðs vegar um heiminn.

PhR orkaEftir að hafa kynnt mér PhotoReading betur og fundið áhrif tækninnar ákvað ég að fá tilskylda kennsluþjálfun í PhotoReading og kenna þessa mögnuðu lestrar- og námstækni hér á landi í samstarfi við Learning Strategies Corporation. Haustið 2004, bauð ég svo upp á fyrsta námskeiðið hér á landi í PhotoReading. Síðan hef ég haldið nokkur námskeið á hverju ári með ýmsu formi, einkum 3 - 4 kvölda kvöldnámskeið eða helgarnámskeið. Flest námskeiðin hafa verið haldin í Reykjavík en einnig á Akureyri, á Sauðárkróki og í Borgarfirði.


Í kjölfar samkomutakmarkana vegna Covid 19 varð hlé á PhotoReading námskeiðum á mínum vegum því  ég hef ekki kennt PhotoReading í fjarkennslu. Nú standa vonir til að með bættu ástandi í faraldsmálunum að hægt verði að bjóða upp á staðbundið námkeið í PhotoReading í Reykjavík í haust, í október 2021. Skráning á það námskeið lýkur 10. september til að tími vinnist til að afla kennslugagna frá Learning Strategies Corporation í Bandaríkjunum í tæka tíð fyrir námskeiðið. 

Flestir þátttakendanna á PhotoReading námskeiðunum hjá Námstækni ehf. hafa verið í háskólanámi og fólk úr ýmsum fyrirtækjum. Fólk kemur líka til að geta lesið meira efni tengt áhugamálum sínum. Framhaldsskólanemar og grunnskólanemar eru líka meðal þátttakenda. Þátttakendur hafa því verið á öllum aldri t.d. hefur yngsti nemandi minn á PhotoReading námskeiði 9 ára og sá elsti á sjötugsaldri. Það er athyglisvert að PhotoReading tæknin reynist vel bæði einstaklingum sem eru af einhverjum ástæðum leshægir og líka þeim sem hafa áður lært hraðlestur. Til að ná tökum á PhotoReading tækninni skiptir mestu máli að nota aðferðirnar strax á meðan að á námskeiðinu stendur. Það er ekki nóg að vita af tækninni og ætla sér að nota hana síðar.

Hugmyndaauðgi vex
Eitt sem er svo magnað við að nota PhotoReading er að almenn hugmyndaauðgi vill taka vaxtarkipp. Sumum hefur þótt það einkennilegt en í raun og veru er það ósköp eðlilegt því að í PhotoReading er verið að virkja bæði heilahvelin samhliða. Það er verið að virkja eldri taugasambönd um leið og ný eru að myndast.


Það er margt athyglisvert við PhotoReading, t.d.
- einbeiting helst miklu betur við lesturinn
- leshraðinn eykst
- afköstin batna til muna
- það er miklu auðveldara að finna aðalatriðin
- betri yfirsýn yfir textann
- auðveldara að gera sér grein fyrir samhengi í texta
- gamalt efni rifjast jafnvel upp og
- hugurinn verður miklu virkari og hugmyndaauðgi vex.

 

PhotoReading tæknin nýtist við alls konar texta t.d.
nemendur1b500

.- kennslu- og fræðibækur
- ljósrituð gögn
- fundargögn
- tímarit
- orðabækur
- leikritahandrit
- nótnablöð
- texta af tölvuskjá


Þú býrð líka yfir þessari færni!
PhotoReading tæknin byggir á færni sem öllum er eiginleg. Það er verið að kenna fólki að nýta sér hæfileika sem eru í raun meðfæddir.
Þetta er því tækni sem allir geta nýtt sér - við alls konar vinnu með texta.

Undir flipanum Umsagnir er að finna ýmsar umsagnir þátttakenda eftir námskeið, hér eru fáein dæmi.

"Ég var lengi vel að drukkna í því lesefni sem ég þurfti að lesa og því sem ég hafði áhuga á að lesa. Ég fór fyrir mörgum árum á hraðlestrarnámskeið og notaði það mikið. Það reyndist ekki nóg. Staflar af bókum og blöðum hlóðust upp. Oft losaði ég mig við þá ólesna. Þá komst ég á myndlestrarnámskeið (photoreading).
Ég hef tileinkað mér það og það hefur umbylt lestri mínum, bæði gæði og magni.
Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir þá sem vilja með lestri. tileinka sér meira af því sem þeir hafa áhuga á."
- Ægir Ingólfsson, tannlæknir


Við fórum á Photoreading námskeið í apríl 2006 og það veitti okkur nýja sýn á lestur. Nú getum við notfært okkur hann sem tæki til þess að ná árangri á öllum sviðum. Fjármálin okkar og viðhorf til lífsins hafa batnað til muna eftir að við hófum að glugga í ýmsar bækur sem við kynntumst á námskeiðinu. Photoreading er tækifæri til þess að umturna lífinu og ná þeim markmiðum sem maður setur sér því lestur getur opnað fleiri dyr en maður heldur.
- Árný og Sigurjón, nemendur í Háskólanum Bifröst

 

 Vilt þú verða fljótari að lesa, auka einbeitinguna og afköstin, og verða fljótari að finna aðalatriðin?

jon3D
Til að skilja til fulls hvernig tæknin virkar þá verður þú að prófa hana. Ég reyni ekki að sannfæra neinn um að PhotoReading virki, ég veit að það virkar ef þú notar það. Vitað er að svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í áratugi við aðstæður þar sem fólk hefur þurft að vera fljótt að vinna með mikið textamagn án þess að skrifa neitt hjá sér. Paul Scheele sem hefur þróað PhotoReading eins og við þekkjum það í dag hefur víðtæka þekkingu á ýmsum fræðum sem tengjast námi, málvísindum, minni og virkni heilans og fékk einnig fengið ýmsa sérfróða aðila til liðs við sig.

Ef það hafa vaknað einhverjar spurningar hjá þér við að lesa þessar línur þá er þér velkomið að senda mér fyrirspurn á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Bestu kveðjur
Jóna Björg Sætran, M.Ed. og PCC markþjálfi
Námstækni ehf.
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.