PhotoReading - öflug tækni til að vinna með texta

PhotoReading námskeið

PhotoReading Upplýsingar um næsta 3ja vikna PhotoReading námskeið í Reykjavík verða birtar í september 2021 HÉR

PhotoReading lestrar- og námstæknin hentar bæði þeim sem hafa átt við lestrarörðugleika að etja - og svo þeim sem hafa jafnvel lært hraðlestur.

Viltu ná betri skilningi á texta?
Viltu ná að lesa meira - á styttri tíma - með betri einbeitingu?
PhotoReading námskeið gæti hentað þér.
Kennslan fer fram á íslensku. Námsgögnin eru frá Learning Strategies Corporation í Bandaríkjunum.

 

PhotoReading auðveldar námið

PhotoReading aðferðin hentar bæði námsfólki og eins þeim sem eru ekki í námi en vilja auðvelda sér að komast yfir að lesa meira, á skemmri tíma - og skilja textann betur.
Námsfólk vinnur með námsefnið sitt úr skólanum á námskeiðinu.
Best er að koma með nokkrar námsbækur með sér strax í fyrsta tímann þó svo að aðallega verði svo unnið með eina þeirra til að byrja með.

Háskólanemendur koma oft með  stórar og þykkar bækur í t.d. sálfræði, lögfræði, verkfræði en geta líka komið með bunka af útprentuðum greinum. 
Menntaskólanemendur eru hvattir til að koma með allar námsbækurnar í fyrsta tímann.

Þátttakendur sem eru ekki í námið koma með lesefni tengt áhugasviði sínu.

 

Best er að láta bækur halla um 45°Bókastoð svipuð því sem hér er sýnt koma sér vel í PhotoReading - og líka við aðra textavinnu.
Þeim sem þurfa að vinna með þykkar bækur er bent á að fá sér bókastoð með traustum festingum og góðri brík sem bókin getur hvílt á.

Margir eiga bókastoð fyrir matreiðslubækur sem hægt er að nota við lesturinn. Athugið að það verður að vera hægt að fletta blaðsíðunum frjálst þegar þær liggja opnar á bókastoðinni.

Lestu hér ýmsar greinar um PhotoReading tæknina og hvernig tæknin getur nýst þér.

"PhotoReading" is a registered trademark of Learning Strategies Corporation.

Looking for a PhotoReading class outside of Iceland? Click Here.
Both of the above links will send the user to http://www.LearningStrategies.com/PhotoReading/Seminar1.asp