Jóna Björg Sætran

Blómstraðu í einkalífi og starfi!Jóna Björg Sætran

Starfssvið Jónu Bjargar Sætran einkennist af því að samnýta þekkingu sína og reynslu af menntunarfræðum, áratuga reynslu af kennslu í grunn- og framhaldsskólum, markþjálfun, hugrænni atferlismeðferð, námskeiðahaldi, fyrirlestrum, kennslufræði, fyrirtækjarekstri og árangursfræðum í víðum skilningi til að opna fólki sýn á mátt einstaklingsins til að hafa áhrif á eigin velferð, vellíðan og lífshamingju.

Jóna Björg Sætran M.Ed. stofnaði Námstækni ehf. (kennsla og ráðgjöf) árið 2004.
                                                                             

 PCC badgeCoaching / markþjálfun

Jóna Björg lauk alþjóðlegri markþjálfa vottun, PCC, Professional Certified Coach, frá ICF (International Coaching Federation) 2021  Í dag er Jóna Björg með 570 tíma reynslu í markþjálfun. Jóna Björg var í hópi þeirra sem unnu að stofnun Félags markþjálfa á Íslandi árið 2006. Jóna Björg Sætran er félagi í ICF Íslandi og einnig í ICF Global. Sjá nánar um markþjálfun hjá Jónu Björgu á www.coach.is 


Árangursfræðin - Þú getur það sem þú vilt og einbeitir þér að!

Brian.Tracy.JB.250

Jóna Björg starfaði um árabil sem leiðbeinandi á árangursnámskeiðum Brian Tracy International á Íslandi. 

Athygli Jónu Bjargar beindist að árangursfræðunum árið 1996 er hún las bók Brian Tracy Hámarksárangur, en í kjölfar þess ákvað hún að tileinka störf sín árangursfræðunum í víðum skilningi.  1998 gerðist hún svo leiðbeinandi á árangursnámskeiðum Brian Tracy Phoenix leiðinni til hámarksárangurs í samstarfi við umboðsaðila þess hér á landi,

2004 fór Jóna Björg af stað með persónulega leiðsögn og "coaching" fyrir einstaklinga í fyrirtæki sínu Námstækni ehf.

 
 Cognitive Behavioral Therapy / Hugræn atferlismeðferð    
Untitled-3HAM fél
Jóna Björg Sætran hefur einnig lokið 30 ECTS eininga eins árs þverfaglegu hagnýtu námi í Hugrænni atferlismeðferð, HAM, í  Endurmenntun Háskóla Íslands. (2011-2012).
Jóna Björg nýtir aðferðafræði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í vinnu sinni með HAM skjólstæðinga sem kljást við félagsfælni, kvíða, vægt þunglyndi og svefnvandamál. HAM nýtist einnig frábærlega þegar unnið er að því að byggja upp / bæta sjálfstraust, sjálsvirðingu, andlega vellíðan og aukna gleði.
Jóna Björg býður upp á HAM einkatíma / samtalsmeðferðir bæði í Reykjavík og einnig á netinu í gegnum SKYPE. Þannig er búseta úti á landi eða erlendis engin fyrirstaða lengur. 

    Öflug námstækni - betri einbeiting - meiri skilningur - auðveldar yfirsýn yfir mikinn texta
PhotoReading 2012
PhotoReading auðveldar fólki að halda einbeitingu við lesturinn, skilningur á efninu eykst sem og leshraðinn og mun auðveldara verður að fá yfirsýn yfir t.d. námsefnið. Sjá www.photoreading.is 
2004 hóf Jóna Björg samstarf við bandarískt fyrirtæki Learning Strategies Corporation (LSC) í Bandaríkjunum og öðlaðist kennsluréttindi til að kenna efni Paul Shceele (hjá LSC) PhotoReading
 
 
    
fengshui.isÞað var í gegnum Learning Strategies Cooperation sem Jóna Björg kynntist Feng Shui meistaranum Marie Diamond en Marie Diamond leggur áherslu á að tengja notkun fornu spekinnar og listgreinarinnar Feng Shui við árangursfræðin.  Jóna Björg hafði lengi haft áhuga á Feng Shui fræðunum en fékk árið 2005 tækifæri til að nema fræðin beint hjá Feng Shui meistara og var síðan í símenntun og þjálfun hjá Marie Diamond í Bandaríkjunum, Belgíu og Englandi.
Hefur þú séð DVD efnið The Secret (Leyndarmálið) eða lesið samnefnda bók? Marie Diamond er ein af árangursfræðingunum sem þar koma fram og átti stóran þátt í að efnið The Secret varð að veruleika.  Námstækni ehf. býður upp á Feng Shui ráðgjöf og námskeið fyrir einstaklinga og fyrirtæki / stofnanir. www.fengshui.is
 
 
Jóna Björg hefur umfangsmikla reynslu af að vinna með fólki og hefur 4ra áratuga kennslureynslu og hefur kennt í grunnskólum, framhaldsskólum, öldungadeildum, sumarskólum - og einnig verið með námskeið fyrir kennara og starfsfólk í fyrirtækjum. Jóna Björg starfaði í 2 ár sem námstjóri í dönsku hjá menntamálaráðuneytinu. Jóna Björg var um nokkurra ára skeið með stuðningskennslu fyrir fólk með námsörðugleika og rak síðar bókaverslun ásamt fjölskyldu sinni í 8 ár.

Jóna Björg hefur mikla reynslu af uppsetningu námskeiða og kennsluefnisgerðar og hefur samið nokkrar kennslubækur, bæði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla auk kennsluefnis fyrir eigin námskeið. Í ágúst 2003 var Jóna Björg kynnt sem "kennari mánaðarins" í samtökunum Innovative Teachers sem stofnuð voru í kjölfar ráðstefnu sem Microsoft hélt evrópskum kennurum í upplýsinga og tölvutækni en hún sat þá ráðstefnu sem annar tveggja íslenskra fulltrúa í boði Microsoft.
Jóna Björg hefur farið víða til að afla sér viðbótar þekkingar, þjálfunar og reynslu á sviði árangursfræða og hefur m.a. sótt: - þjálfun fyrir leiðbeinendur, Train the Trainer I, 2005 hjá fyrirtækinu Peak Potentials www.peakpotentials.com í Californiu í USA
- ráðstefnur Maximizing Success í Phoenix í Arizona 2005 og 2006 í USA haldnar á vegum Debbie Allen  www.debbieallen.com og Patricia Drain www.patriciadrain.com 
 
Helstu áhugamál
Hér kemur vellíðan og velgengni allra fjölskyldumeðlima nr. 1. Fjölskyldan, vinir, kunningjar - og þeir vinir mínir í framtíðinni sem ég hef ekki kynnst ennþá eru efst á listanum
Mitt helsta áhugamál er að aðstoða fólk til að blómstra og njota þess að vera þá skjálft.  Góðir og traustir vinir er algjörlega ómetanlegir. Ég vil vera traustur vinur vina minna.
Dreki brosir 1
 
Önnur áhugamál eru hann Dreki, Vetrarstorms Khal Drogo Dreki, labrador Retriever rakki sem við hjónin eigum, rúmlega 2ja ára afar sterkur hundur sem er alveg yndislegur og er farinn að  leita sér að móður væntanlegra hvolpa sinna.
 
Fleiri áhugamál eru 
- samning kennsluefnis fyrir nemendur á öllu aldir.
- útbúa óvænt og spennandi verkefni fyrir nemendur.
- halda námskeið í sjálfseflingu, hvernig megi auka sjálfstraust og betri líðan.
- kynna námstækni fyrir nemendum á öllum aldri, en ekki síst fyrir fólki sem hefur átt erfitt með nám.
 
 
Jóna Björg hefur skrifað talsvert af pistlum fyrir netmiðla auk fjölda blaðagreina og viðtala í fjölmiðlum.
Dæmi: Pjattrófuvefnum pjatt.is    http://pjatt.is/author/jonabjorg/    um markþjálfun, sjálfshjálparefni og Feng Shui 
og Í boði náttúrunnar  ibn.is  um markþjálfun, hugræna atferlismeðferð og Feng Shui  sjá t.d.  http://ibodinatturunnar.is/jakvaedar-breytingar-med-markthjalfun/      
 Jóna Björg hefur víða haldið námskeið, fyrirlestra og örnámskeið í stofnunum og fyrirtækjum og oft er efnið aðlagað þeim aðstæðum sem þarf sérstaklega að vinna með á viðkomandi stað.
Jóna Björg hefur einnig reynslu af eigin fyrirtækjarekstri og mannaforráðum því auk Námstækni ehf. átti hún ásamt eiginmanni sínum bóka- og ritfangaverslun sem þau ráku í 8 ár. 
Jóna Björg sat Alþjóðanefnd Félags kvenna í atvinnurekstri 2010 - 2012 og vann þar m.a. að undirbúningi stórrar ráðstefnu ásamt öðrum í nefndinni.
 
Menntun
M.Ed.meistarapróf í menntunarfræðum (menntunarfræðingurfrá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands árið 2004 en áður hafði hún lokið 30 eininga diplómu í stjórnun og 15 eininga diplómu í tölvu-og upplýsingatækni frá sama skóla.

Að reka fyrirtæki og vinna með mannauð fyrirtækja 

bifrost

Eftir að hafa setið námskeið Iðntæknistofnunar, Konur og fyrirtæki 1986 tók Jóna Björg þátt í að stofna Netið, samskiptanet kvenna sem vildu stuðla að áhrifum kvenna í atvinnulífinu.  
Brautargengi um stofnun fyrirtækja (á vegum Impru)
Rekstrarnám í fjarnámi fyrir konur  Máttur kvenna I 2007 og 
Máttur kvenna II 2008 (Viðskiptaháskólinn á Bifröst ).

B.A. próf frá H.Í.1980 í dönsku og uppeldisfræði ásam 15 viðbótareiningum í sálfræði og uppeldisfræði, auk kennsluréttindaráms fyrir framhaldsskóla.

Háskólinn í Kaupmannahöfn, dönskunám fyrir Dani 1974 - 1976

* Framhaldsnám fyrir kennara frá Kennaraháskólann í Danmörku 1973

Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1972.