Coaching ~ markþjálfun

Coaching markþjálfun hjá Jónu Björgu Sætran PCC markþjálfa

Skráning í einkatíma í markþjálfun sjá HÉR

PCC badgeJóna Björg Sætran er með alþjóðlega PCC vottun í markþjálfun, Professional Certified Coach,  frá ICF International Coach Federation. Hún á að baki yfir 600 klukkutíma reynslu í markþjálfun.

Jóna Björg er með meistarapróf, M.Ed., í menntunarfræðum og hefur unnið með markþjálfun, jákvæða sálfræði og árangursfræði allt frá 1998 m.a. sem leiðbeinandi á námskeiðum Brian Tracy Interantional á Íslandi.

Jóna Björg hefur einnig lokið 30 ECTS eininga eins árs þverfaglegu hagnýtu námi í Hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð og Oxford Cognitive Therapy Centre (OCTC).


Jóna Björg stofnaði Námstækni ehf. árið 2004 þar sem markmiðið er að auðvelda fólki að blómstra í einkalífi og starfi. Þar er boðið upp á fagleg námskeið, markþjálfun, einkatíma, kennslu og ráðgjöf í þeim tilgangi að auðveldað fólki að vinna að markmiðum sínum til að öðlast meiri vellíðan og velgengni á hverju því sviði sem hver og einn kýs sjálfur.  www.namstaekni.is

Jóna Björg vann að stofnun Félags markþjálfunar á Íslandi.


Sjá nánar hér um menntun og starfsferil Jónu Bjargar Sætran

Sjá nánar hér um markþjálfun - coaching

Hér getur þú séð yfirlit námskeiða og þjónustu.

Finndu okkur á Facebook

Markþjálfunarsíðan á Facebook