Blómstraðu - njóttu þess að vera þú!

Blómstraðu í einkalífi og starfi - Njóttu þess að vera þú!

Allt frá stofnun Námstækni ehf árið 2004 hefur hugtakið "Blómstraðu" verið áberandi í öllu starfi fyrirtækisins og einkunnarorð allra námskeiða, fyrirlestra og skrifa Jónu Bjargar verið "Blómstraðu í einkalífi og starfi, Njóttu þess að vera þú!"

Námskeið og fyrirlestrar á vegum Námstækni eru ýmist aðlöguð aðstæðum á hverjum stað eða þá að verið er að vinna með ákveðið og afmarkað viðfangsefni.
Á þessum 18 árum sem í dag eru liðin frá stofnun Námstækni ehf hafa því tugir mismunandi námskeiða og fyrirlestra orið þessi einkunnarorð með einhverjum hætti.

Hér á vefnum eru örfá þeirra kynnt.
Nú í haust bjóðum við upp á umfangsmikið 6 vikna net-námskeið þar sem sérstök áhersla er á að draga úr áhrifum kvíða, Blómstraðu laus við kvíðann sjá vefsíðu til kynningar á námskeiðinu https://blomstradu.is
Í tilefni af 18 ára afmæli Námstækni ehf ákváðum við að bjóða þetta námskeið líka á ensku og þar heitir það Feeling Anxiety Free sjá vefsíðu á ensku til kynningar því https://feelinganxietyfree.com/
Á hvorum kynningarvefnum sig er hægt að hala niður ókeypis vinnuskjal og ókeypis rafbók sem bæði eru ætluð til að hjálpa þér við að ná betri tökum á kvíðanum þínum.Blómstraðu í leik og starfi í leikskólanum sjá HÉR

   
jb520PCC badge
 
 Jóna Björg Sætran M.Ed., PCC markþjálfi, kennari og fyrirlesari.
Námstækni ehf
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.