Sérhæfð markþjálfun, námskeið og þjónusta fyrir kennara og skólastjórnendur, já og líka fyrir þig! 

25 ára reynsla í að aðstoða fólk við að efla sjálfstraust sitt og vellíðan, auka árangur sinn í hverju því sem hver og einn ákveður.

Við viljum auðvelda þér að blómstra í einkalífi og starfi.

Blómstraðu! 
Njóttu þess að vera þú!

Markþjálfun til betri líðan og til að opna á möguleika   HÉR

Markmið okkar hjá Námstækni ehf. er að bjóða upp á vandaða og faglega þjónustu sem getur auðveldað fólki að vinna að markmiðum sínum til að öðlast meiri vellíðan og velgengni á hverju því sviði sem hver og einn kýs sjálfur.

Persónulegur stuðningur og hvatning

PERSÓNULEG AÐSTOÐ


Árangursríkar námsvenjur; öflug námstækni, markmiðavinna og gott skipulag geta byggt upp vellíðan og sjálfstraust í námi.

MARKÞJÁLFUN

PCC markþjálfun hjá Jónu Björgu Sætran getur hjálpað þér til að 

– efla sjálfstraust þitt
– finna leiðir til opna á möguleika sem þú gerðir þér ekki grein fyrir áður

– gera þér betur grein fyrir  hæfileikum þínum

– skoða hvort / hvernig gildin þín endurspeglast í framkomu þinni

– finna stefnuna að markmiðum þínum 
– finna lausn á vanda sem í fyrstu virðist óleysanlegur
– auka félagslega færni þína
– efla samskiptafærni þína
– greiða úr hugsanaflækjunum þínum o.m.fl.

FYRIR NEMENDUR

Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu!
Þú ert frábær eins og þú ert!
Mundu að það er alltaf einhver sem þú getur talað við ef eitthvað reynist erfitt. 

 

Grunnskólastig

Framhaldsskólastig

Háskólastig

FYRIR FORELDRA

Gefðu þér tíma til að hlusta á VEL á unglinginn þinn. Uppbyggileg hvatning og stuðningur foreldra skiptir miklu máli fyrir vellíðan og sjálfstraust unglinga. 
Hlustaðu eftir því hvort unglingurinn þinn er með áhyggjur eða er að kljást við erfiðar hugsanir og kvíða

FYRIR KENNARA

Kennari sem hvetur, hlustar, útskýrir, hrósar, setur reglur, byggir upp eldmóð og dreifir gleði er ómetanlegur í lífi unglinga. 
Hjápum unglingunum til að blómstra!

FYRIR SKÓLA-STJÓRNENDUR

Framúrskarandi skólastarf byggir á mannauð skólans þar sem allir fá að blómstra.
Vaxandi álag og vanlíðan starfsfólks eykur líkur á kulnun í starfi.
Vinnum gegn kulnun og eflum vellíðan því þannig styrkjum við líka eldmóð og framúrskarandi skólastarf.

Veitum kennurum og öðru starfsfólki möguleika á að vinna sig út úr álagi. 

„Markmið mitt er að þú njótir þín betur í starfi, kvíðinn hverfi, sjálfstraustið eflist, gleðin og eldmóðurinn aukist.“

Jóna Björg Sætran

M.Ed., PCC markþjálfi sem leggur áherslu á að aðstoða þig við að koma auga á fleiri leiðir að markmiðum þínum.
Hver verða næstu skrefin þín?

HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ

HUGRÆN ATFERLIS-MEÐFERÐ

Hugræn atferlismeðferð (HAM) byggir á þeirri grundvallarhugmynd að allt það sem við trúum um okkur sjálf sé lært og byggt á reynslu okkar. Þegar við náum að skilja áhrif hugsana okkar getum við breytt því hvernig við hugsum um okkar eigið ágæti, við getum lært að efla okkur og styrkja, byggja upp jákvæða sjálfsímynd. Þannig getum við m.a. nýtt HAM til að skilja betur erfiðar hugsanir og kvíðatilfinningar. 
Losum okkur undan oki kvíðans!

PhotoReading

Virkilega öflug lestrartækni  og jafnframt frábær námstækni til að ná út úr textanum því sem á þarf að halda hverju sinni, t.d. við að læra til prófs, undirbúa sig fyrir umræður, gerð ritgerðar eða skýrslu o.s.frv. Ein margra leiða til að ná öryggi í námi og draga þannig úr oki náms- og prófkvíða

(á vorönn 2025)

Umsagnir viðskiptavina:

Frá Jónu Björgu Sætran til þín ...