PhotoReading - öflug tækni til að vinna með texta

Umsagnir

Mæli eindregið með þessu námskeiði

„Ég var lengi vel að drukkna í því lesefni sem ég þurfti að lesa og því sem ég hafði áhuga á að lesa. Ég fór fyrir mörgum árum á hraðlestrarnámskeið og notaði það mikið. Það reyndist ekki nóg. Staflar af bókum og blöðum hlóðust upp. Oft losaði ég mig við þá ólesna. Þá komst ég á myndlestrarnámskeið (photoreading).
Ég hef tileinkað mér það og það hefur umbylt lestri mínum, bæði gæði og magni.
Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir þá sem vilja með lestri. tileinka sér meira af því sem þeir hafa áhuga á".
- Ægir Ingólfsson, tannlæknir

Leiðbeinandi mjög hæfur og sannfærandi

„Mjög skemmtilegt námskeið og afar athyglisvert. Spennandi að takast á við gamalt og rótgróið "form" út frá nýju sjónarhorni og ég tala nú ekki um fyrst það virkar svona vel líka. Framsetning á efni er mjög góð og kennari / leiðbeinandi mjög hæfur og sannfærandi".
Magnús Bjarki Stefánsson, flugmaður

Einbeitingin við lestur námsefnis batnar mjög mikið.

„Einbeitingin við lestur námsefnis batnar mjög mikið. Einnig finnst mér að hugarkortin séu mjög góð við skipulagningu á glósum. Mig langar raunverulega til að fara heim og læra eftir þetta námskeið".
Soffía Theódóra, háskólanemi

Mjög gott og áhugavert námskeið

„Mjög gott og áhugavert námskeið, öðruvísi, skemmtilegt, spennandi. Góður kennari, kom efninu frá sér á skemmtilegan hátt, skýrar leiðbeiningar. Náði athygli manns".
Svava Pétursdóttir, háskólanemi

Skýr og markviss kennsla

„Áhugavert efni, skýr og markviss kennsla. Mjög áhugavert og lærdómsríkt námskeið".
Jóhann Kristján Ragnarsson

Mér gengur strax miklu betur

„Ég er í framhaldsskóla en námið hefur gengið illa vegna þess að ég er dálítið lesblind. Ég var hætt að nenna að lesa fyrir skólann - það bæði gekk illa og svo varð mér oft óglatt við að lesa. Núna eftir að ég byrjaði á PhotoReading námskeiðinu hef ég notað aðferðirnar við að læra heima - ég myndles fyrir öll fögin. Mér gengur strax miklu betur - og mér verður ekki lengur óglatt. Það er frábært að nota slökunina til að halda sér í jafnvægi. Það er pottþétt að ég nota þetta áfram".
N.N.

Mjög gott námskeið

„Mjög gott námskeið sem uppfyllir þær væntingar sem ég gerði til þess. Skýrar leiðbeiningar. Jákvætt viðmót. Notalegt umhverfi".
N.N.

Áhrifaríkt og skemmtilegt

„PhotoReading námskeiðið var gagnlegt, fræðandi, áhrifaríkt og skemmtilegt. Það besta var að búa til HugarKort og læra að skipuleggja sig með texta".
Helga

Þetta virkaði vel

Eftir fyrsta tíman þá spurði ég hana Jónu hvernig ég ætti að fara að undirbúa mig fyrir próf sem ég var að fara í. Nokrum dögum seina fór ég í prófið og var mjög sjálfsöruggur enda hafði ég farið að ráðum Jónu. Það kom mér verulega á óvart hvað þetta virkaði vel og fékk líka mjög gott á prófinu. Nú bý ég í Noregi og nota PhotoReading við allan lærdómin minn og finnst það skila mjög góðum árangri.
- Úlfur Örn 14 ára
(sat á 2/3 hluta af almennu PhotoReading námskeiði vorið 2008)

Það var betra að skilja það sem ég var að lesa.

Þegar ég var á Hvanneyri notaði ég phororeading oft. Það var betra að skilja það sem ég var að lesa. Ég notaði aðferðina líka þegar ég var að gera málæfingar (þroskaefni til að hjálpa til í færni til að auka lestrahraða og skilning). Eftir photoreadina bætti ég mig mikið í tíma á hraðalestri eða um 20-25 sek. á því sem stóð á blaðinu.
- Ragnheiður Dís 9 ára
(sat á almennu PhotoReading námskeiði með fullorðnum vorið 2008)

Efla athygli, sjálfstraust og minni.

„Frábært námskeið. Það besta við námskeiðið var að uppgötva nýja leið til að efla athygli, sjálfstraust og minni. Það mætti þó gjarnan þjálfa betur þáttinn með að "mynda áhorf með þrívídd". Ég er mjög þakklát fyrir námskeiðið".
Þórdís Malmquist

Fékk mig til að opna enn frekar

„Vissi varla hverju ég átti von á. Var í fyrstu svolítið "tregur" til en finnst ég hafa náð tökum, er því mjög sáttur. Það besta við námskeiðið var að það fékk mig til að opna enn frekar og auka við skilning minn á því sem er mögulegt".
N.N.

Fleiri greinar...

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

Fyrsta
Fyrri
1