Coaching ~ markþjálfun

Umsagnir

Hjálpar mér að finna hver ég er.

Frábært námskeið.
Hjálpar og eykur sjálfstraust mitt.
Hjálpar mér að finna hver ég er.
Skerpir á og gerir vinnu mína út á við markvissari.
Skemmtilegt.
Erla

Jákvætt og spennandi

Námskeiðið mun örugglega nýtast mér til að koma betra skipulagi á líf mitt og koma mér úr farþegasætinu í aksturssætið. Ég vil breytingar í líf mitt og námskeiðið hefur opnað mér marga möguleika sem ég get framkvæmt fyrir mig strax í dag.
Ég hefði viljað hafa meiri tíma í verkefnavinnuna og meiri tíma til að tala við þær sem voru með mér á námskeiðinu. Margt jákvætt og spennandi sem ég hef heyrt og séð þessa tvo daga.
þessari helgi var sko vel varið!
Karen Ósk.

Búið að vekja mig all hressilega

Kæra Jóna Björg
Ég þakka þér kærlega fyrir námskeiðið. Þegar ég skráði mig taldi ég að ég þyrfti nú ekki á þessu að halda en dóttir mín þyrfti nauðsynlega á þessu námskeiði að halda.
TAKK - TAKK - TAKK!
Námskeiðið var eitthvað sem ég þurfti á að halda. Það er búið að vekja mig all hressilega. Ér er búin að setja mér raunhæf markmið og þau framkvæmi ég - í hænuskrefum.
Námskeiðsefnið tekur á svo mörgum þáttum. Mér á kannski eftir að detta í hug að segja eitthvað frekar um námskeiðið (jákvætt eða neikvætt) - þá sendi ég það bara.
Lísa

Uppbyggilegt og jákvætt

Frábært námskeið, uppbyggilegt og jákvætt. En það hefði verið gaman að hafa það degi lengra eða byrja síðdegis á föstudegi + laug. + sun.
Kristín Edda

Frábær leiðbeinandi

Mæli hiklaust með námskeiðinu Blómstraðu! Njóttu þess að vera þú!
Leyfðu þér að njóta þess að vera þú, gerðu það góða enn betra, lærðu að fyrirgefa og njóta aukinnar vellíðunar í framtíðinni.
Hefði gjarnan viljað verja helginni algjörlega með hópnum einhversstaðar í rólegu umhverfi og kynnast konunum á námskeiðinu betur.
Jóna er frábær leiðbeinandi.
Inga

Opnar margar nýjar dyr

Blómstraðu!
Þetta námskeið er frábært. Það opnar margar nýjar dyr á einfaldan og skemmtilegan hátt. Anna S. Bjarnadóttir

Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla

Mér fannst rosa gaman á námskeiðinu hjá Jónu Björgu. Það opnaði mig og lét mig sjá að mér er ekkert ómögulegt. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla!
Bella

Gagnast mér vel

Ég þakka Jónu Björg kærlega fyrir frábært námskeiðog yndislegan boðskap.
Hún er mjög góður kennari og setur efnið fram á skemmtilegan og skýran hátt og ég veit að það mun gagnast mér vel í framtíðinni.
Sigurrós

Vel að þessu staðið

Námskeiðið Blómstraðu!
Mér þótti móttakan æðisleg, námsgögnin frábær og vel að þessu staðið.
Stundum fannst mér hinsvegar of lítill tími til að vinna í verkefnunum.
Ég er strax búin að sjá fullt af tækifærum í lífi mínu sem ég var orðin neikvæð fyrir.

Takk fyrir mig
Guðrún Arna Möller:

Frábær helgi

Þetta er búin að vera frábær helgi, hlakka til að nota þetta framvegis.
Ég mun örugglega blómstra eftir þetta.

NN.

Opna nýjar leiðir í lífinu

Fullt af frábærum verkefnum sem opna nýjar leiðir í lífinu og gefa manni verkfæri sem hægt er að nota aftur og aftur við hin ýmsu verkefni í lífinu.
Þyrfti kannski lengri tíma til að vinna þetta allt þar sem þetta er allt saman svo spennandi.

Takk fyrir mig!!
Linda

Hvet alla til að leyfa sér að Blómstra

Ég ákvað að fara á Blómstraðu vegna þess að mig vantaði aðferðir til að finna markmiðin mín og ná þeim. Ég fékk miklu meir en það. Þetta var fróðlegt, gagnlegt og nærandi.
Ég hvet alla til að leyfa sér að Blómstra!
Inga Halldórs

Mjög vandað námskeið


Mjög vandað námskeið í alla staði, undirbúningur til fyrirmyndar og Jóna Björg hnyttin og heldur athygli hópsins.
Ég finn strax mun á mér og langaði helst í gær að taka til hendinni í bæði lífi mínu og heimili.
Ég blómstraði og mun halda áfram að blómstra.

Takk fyrir að opna augu mín Jóna Björg!
Sigríður Árný

Úr gömlu hjólförunum


Hvetur mann til að horfa jákvætt fram á veginn. Fær hjálpartæki / hugmyndir um hvernig maður getur öðlast meira sjálfstraust, komið sér úr gömlu hjólförunum, "látið vaða", þ.e. gera eitthvað sem ekki hefur hvarflað að manni að gera, talið sig ekki geta.

Þakka gott námskeið.
p.s. Nú er bara að drífa í hlutunum.

Anna

Gerir manni bara gott

Opnaði fyrir Sjálfið hjá mér og ég veit að öll vinna í sjálfum sér gerir manni bara gott. Fann fyrir heilindum og kærleik og þó það væri bara það að kynnast þessum frábæru konum.

Takk fyrir góðar stundir.
Tobba:

Þú ert búin að opna augu mín

Nú er ég tilbúin til þess að byrja að blómstra!!!
Þú ert búin að opna augu mín fyrir því hvað það er sem ég þarf að breyta og bæta.
Þetta verður ekki síðasta námskeiðið mitt hjá þér og ég veit að nú verða breytingar í mínu lífi mínum.

Takk fyrir frábært námskeið!
Sjáumt fljótt aftur
Þóra Jóna Dagbjartsdóttir.

Alveg frábært námskeið

Sæl Jóna Björg
Mig langar að þakka þér fyrir alveg frábært námskeið. Ég er búin að fara yfir allt námsefnið aftur og fara yfir markmiðaspjöldin. Það var bara svo margt sem var á þessu námskeiði sem að ég er búin að hugsa um. Eitt sem ég get nefnt svona okkar á milli er að ég er margoft síðustu daga búin að stoppa sjálfan mig af, þegar ég ætla að hugsa neikvætt um mig eða að setja mér hindranir.
kær kveðja, Sigurrós Jónsdóttir

p.s ég er byrjuð á markmiða-myndinni minni og er búin að smita eiginmanninn sem er að byrja líka á sinni!

Mikið gagn og gaman

Sæl, Lóa hér (Ólöf Guðrún)
Ég hafði mikið gagn og gaman af námskeiðinu. Þetta var svona ,,spark í rassinn" upplifun hjá mér. Flest allt sem fór fram á námskeiðinu eru hlutir sem ég er alin upp við og búin að lesa mér til um, en það er alltaf gott að fá svona smá tilsögn, því að maður er ekki alltaf sannur sjálfum sér þó maður ætli sér það. Ég er strax byrjuð að koma með sprota, kanski ekki alveg farin að blómstra, en það kemur. Skráði mig daginn eftir í söngnám, sem mig hefur lengi langað til að gera en ekki látið verða af. Maður lifir jú bara einu sinni, svo það er eins gott að gera eitthvað á meðan maður lifir því.
Jæja, ég þakka mikið vel fyrir mig og hafðu það sem best í því sem þú ert að gera.
Kveðja Lóa

Líf mitt hefur tekið miklum breytingum

Hæ hæ
Núna, sumarið 2009, eru að verða komin tvö ár frá því að ég var á Blómstraðu námskeiðinu. Ég verð að segja að líf mitt hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma - breytingum sem ég get að mjög miklu leyti rakið til þess sem ég fór að gera mér betur grein fyrir á námskeiðinu. Á námskeiðinu fór ég að velta ýmsu fyrir mér sem ég hafði ekkert verið að spá mikið í áður. Hvers vegna var ég með svona lítið sjálfstraust? Hvers vegna lenti ég hvað eftir annað í leiðinlegum og erfiðum samböndum? Hvers vegna þetta - og hvers vegna hitt?
Það var eins og ég sæi mig smá saman í öðru ljósi, ég kynntist nýrri manneskju, mér sem hafði verið eiginlega smá týnd í nokkuð mörg ár. Ég fann að ég fór að bera virðingu fyrir sjálfri mér. Ég átti það skilið að aðrir kæmu almennilega fram við mig. Ég gat sjálf valið mitt samferðafólk og ég gat valið mína leið.

Jóna, takk fyrir námskeiðsgögnin, ég hélt áfram að vinna í þeim eftir námskeiðið og það hefur hjálpað mér mikið. Ég fór að nota táknin í staðinn fyrir nöfnin í verkefnunum, það var miklu þægilegra og enginn heima vissi hvað var á blöðunum. - Takk fyrir að leyfa mér að vinna út af fyrir mig í mínum eigin málum - og takk fyrir að ég þurfti aldrei að tjá mig um neitt nema ég vildi það endilega sjálf.
Ég ætla að halda áfram að Blómstra.
G.G.

Mikilvægt að gefa sjálfum sér tíma

"Frábært námskeið þar sem gerði mér m.a. grein fyrir hvað það er mikilvægt að gefa sjálfum sér tíma til að láta sér líða betur til að geta svo gefið meira af sér til annarra."
Ég lærði líka að nota tímann minn mun betur og gera greinarmun á því í hvað ég er að nota eða eyða tímanum.

Fleiri greinar...

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

Fyrsta
Fyrri
1