Yfirlit þjónustu og skráning
Að læra að læra - Námsstuðningur - einkanámskeið fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskólans - 5 vikur |
|
|
5 vikna einkanámskeið fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskólans. Námsstuðningurinn byggir á aðferðafræði markþjálfunar, Hugrænnar atferlismeðferðar, námstækni o.fl.
- Þegar þú vilt ná betri tökum á náminu þá er gott að byrja á því að skipuleggja sig vel.
- Þegar þú mætir í fyrsta tímann í námsstuðninginn kemur þú því með allar námsbækurnar sem þú átt að vinna í næstu vikurnar, ásamt kennsluáætlunum og yfirliti yfir skiladaga stærri verkefna.
- Þú sem býrð úti á landi sýnir mér námsgögnin í fyrsta netfundinum og það væri fínt að þú værir búin/n að taka mynd af kennsluáætluninni og senda mér.V
Við skoðum hvað það er sem þér þykir erfiðast og hvernig við getum gert þau atriði auðveldari viðfangs.
Á námskeiðinu vinnum við m.a. með;
- markmiðavinnu – forgangsröðun verkefna – tímaskipulag – einbeitingu – minnisaðferðir – greiningu aðalatriða – frágang verkefna - verkefnaskil og undirbúning fyrir próf.
- Þú eflir sjálfstraust þitt gagnvart náminu, færð skýrari sýn á markmiðin þín og framtíðarsýn.
- Frammistöðukvíði dvínar og þá líka prófkvíðinn þegar þú nærð betri tökum á náminu og allur námsundirbúningur kems í gott horf.
- Velgengni í námi laðar fram vellíðan og námsgleði.
Einkanámskeið. 1 tími í viku, 60 mín. Það á bæði við um staðbundið námskeið í Rvk og ef námskeiðið er á netinu.
Kennsludagar og kennslutími; samkomulagsatriði (einn 60 mín. tími pr.viku). Öll vinnan miðar við námsefnið þitt sem þú þarft að ná góðum tökum á. .
Kennari: Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur M.Ed., grunnskóla- og framhaldsskólakennari, PCC markþjálfi, fyrrv. námsstjóri, fyrrv. aðstoðarskólastjóri.
  
Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar sendist á jona@namstaekni.is
Námstækni ehf.
58.400 |
|
|