Yfirlit þjónustu og skráning
Lærðu að læra! - Markþjálfun & Hugræn atferlismeðferð ásamt kennslufræðilegum stuðningi - einkanámskeið - 5 vikur |
|
|
Burt með prófkvíðann! Lærðu að læra! - einkanámskeið á netinu fyrir nemendur í framhaldsskólum og háskólum.

Markþjálfun & Hugræn atferlismeðferð ásamt kennslufræðilegum stuðningi. Kennslubókin "Að læra að læra" fylgir með.
Hentar þér sem vilt ná betri árangri í námi.
Tímalengd: 5 vikna námskeið
Hér fer fyrsti tíminn í markþjálfun / coaching þar sem áherslan er á að byggja upp sjálfstraust þitt í námi, tilgang, markmið og framtíðarsýn. Í öðrum tíma vinn ég á grunni Hugrænnar atferlismeðferðar til að draga úr námskvíða / frammistöðukvíða (ef það á við í þínu tilviki – eða unnið með aðra þætti ef það hentar þér betur). Í þriðja tímanum er gerð vinnuáætlun varðandi námsefni og verkefnaskil – þetta er gert með hliðsjón af kennsluáætluninni sem er dreift af skólanum sem þú ert í. Inn í þriðja tímann fléttast svo eftirfarandi efni og einnig er unnið með það í fjórða og fimmta tímanum: * Markmiðavinna - forgangsröðun verkefna - tímaskipulag - slökun - einbeiting - framkvæmdir - minnisaðferðir - frágangur verkefna og verkefnaskil - undirbúningur fyrir próf.
Einkanámskeið sem fer fram á netinu. Kennsludagar og kennslutími: samkomulagsatriði (einn 60 mín. tími pr. viku)
Kennari: Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur, kennari og PCC markþjálfi, HAM, fyrrv. námsstjóri og fyrrv.aðstoðarskólastjóri.
  
Verð: 62.800 Innifalið eru einkatimarnir 5 ásamt bókinni "Að læra að læra" (höf. Jóna Björg Sætran)
Nánari upplýsingar á jona@namstaekni.is
62.800 |
|
|