Þegar ég rakst á bókina PhotoReading eftir Paul R. Scheele var það einkum ein setning aftan á bókarkápunni sem náði strax athygli minni en þar stóð að með aðferðum PhotoReading væri hægt að ná að skynja texta með hraða sem samsvaraði allt að 25.000 orðum á mínútu! Þetta þótti mér ótrúlegt, - líklegast væri hér um auglýsingabrellu að ræða. Fljótlega gerði ég mér þó grein fyrir að hér var um að ræða lestrar- og námstækni þar sem unnið var með lestrarefni á allt annan hátt en ég hafði kynnst áður. Þessi einfalda tækni virtist geta gjörbreytt allri vinnu með mikinn lestexta!

Greinar
Þess vegna kenni ég PhotoReading
Þriðjudagur, 23. Febrúar 2021 00:00