Hér er áherslan á persónulega líðan kennarans í starfi og einnig eftir að kennslu lýkur, sjálfsefling og vellíðan.
Þú, kennarinn, ert ein af áhrifamestu grunnstoðum í menntun nemenda þinna. Áhrifamáttur þinn er ef til vill meiri en þú hugsar út í dags daglega. Persónuleg líðan þín getur haft mikil áhrif á líðan nemenda þinna, kennsluna og á nám nemenda þinna.
Hversu margar klukkustundir á sólarhring ertu að kenna, á kennarafundum, undirbúa kennsluna eða að velta einhverju fyrir þér varðandi kennsluna, nemendur, samstarf við annað starfsfólk eða samstarf við stjórnendur? Hvers konar byrði tekur þú með þér heim úr vinnunni? Hverju viltu breyta? Hvers vegna? Hvenær? Hvernig?
kr. 34.800