Námsaðstoð einkanámskeið
Námsaðstoð
"Lærðu að læra"
5 vikna einkanámskeið fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskólans, framhaldsskóla eða í háskóla sem þurfa að ná góðum tökum á náminu.
Dreymir þig um að komast í nám - eftir all langt hlé?
* Hvað langaði þig til að verða þegar þú yrðir stór?
* Áttir þú þér draum sem þú hafðir ekki tök á að láta rætast?
* Þurftir þú að fara að vinna og horfðir á eftir hinum sem gátu leyft sér að fara í nám?
* Eða ...... langaði þig - en treystir þú þér ekki af því að ..... þú myndir örugglega ekki geta staðið þig?
* Varstu aldrei með góðar einkunnir í grunnskóla?
* Gafst þú upp áður en þú byrjaðir?
Það er óþarfi að hugsa svo, þú getur það sem þú vilt og einbeitir þér að!
Leyfðu draumnum að rætast!
Hvernig væri bæta við sig þekkingu og færni til að vera betur fær um að takast á við ný og spennandi viðfangsefni?
Þú getur það alveg! Þú getur jafnvel lesið margar bækur á einni önn - og farið létt með það! Námsbækurnar geta orðið spennandi viðfangsefni. Það eru til ýmsar leiðir til að gera sér lesturinn auðveldari, eiga auðveldara með að skilja efnið - og að halda einbeitingu við lesturinn og námið almennt. Lærðu t.d. PhotoReading / myndlestur (www.photoreading.is ) eða aðrar aðferðir sem nýtast þér við allt nám.
"Leyndarmálið" við að blómstra í námi
Hver er tilgangurinn með náminu? Hver eru markmiðin þín? Gerðu námið spennandi því þannig verður það auðveldara.
Þetta á líka við þig sem hefur verið að kljást við lesblindu.
Hvað þig langar að læra?
Skrifaðu það í 1. prs. og nt. eins og það sé nú þegar þannig. Ekki láta spurninguna um "hvernig" trufla þig, hún á ekki erindi til þín eins og stendur.
Núna er málið að ákveða hvað þú vilt.
Þegar þú hefur ákveðið hvað þú vilt, þá er að leita að námi sem hentar þér - og skoða hvaða möguleikar bjóðast til að gera þér verkið auðveldara í framkvæmd.
Framtíðin hefst núna!
Þú berð ábyrgð á eigin lífi og hamingju, leggðu því drög að því að breyta því sem þú vilt breyta. Breyttu því svo!
Dagurinn í dag þarf ekki að vera lýsandi fyrir framtíð þína.
Dagurinn í dag hefur ekki aðeins mótast af fjárhagsaðstæðum þínum hingað til, heldur ekki síður af því hvernig þú hefur hugsað, hvernig sjálfsímynd þín hefur haft áhrif á líf þitt, hvernig þú sérð framtíðina, hvernig þú trúir á þig!
Haltu á vit ævintýra framtíðarinnar!
Eru mörg ár síðan þú varst í námi? Það er óþarfi að láta það aftra sér. Í dag er hægt að finna alls konar námsmöguleika.
Taktu fyrstu skrefin með gát, náðu yfirsýn og öryggi í náminu, haltu síðan áfram.
Það að hefja nám að nýju eftir 5 - 20 ára fjarveru frá skólabekk hleypir auðveldlega af stað hálfgerðri skelfingu og magakrampa hjá mörgum. Slíkt er óþarfi, byggðu upp innri vellíðan. Leitaðu upplýsinga sem þú getur nýtt þér á auðveldan hátt.
Aðalmálið er að byrja, taka fyrstu skrefin og halda síðan áfram. Leggðu stíginn þinn á vit ævintýranna. Þar með er fyrsti sigur þinn unninn!
Hér hjá Námstækni ehf. bjóðum við upp á ýmsar leiðir sem geta auðveldað nám.
Þetta á ekki aðeins við þig sem ert fullorðinn og ert að fara aftur í nám heldur bjóðum við líka upp á leiðir fyrir ungt fólk í háskólanámi, ungt fólk í framhaldsskólum - og svo líka fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla. Við búum yfir víðtækri reynslu sem getur hjálpað á ýmsum sviðum.
Dæmi um leiðir:
- Lærðu að læra! - einkanámskeið - Markþjálfun, Hugræn atferlismeðferð og fleira.
- Stakir einkatímar með eftirfylgni
- Einkanámskeið fyrir fullorðna
sjá einnig:
- PhotoReading / Myndlestur Umsagnir um námskeiðið
- Markþjálfun, stakir tímar eða námskeið
- Hugræn atferlismeðferð; stakir tímar í samtalsmeðferð eða 6 tíma "námskeið"
Skoðaðu hvað Lærðu að læra PhotoReading Markþjálfun Blómstraðu! Njóttu þess að vera þú! og Feng Shui fyrir nemandann geta gert fyrir þig. Hver veit nema þau geti hjálpað þér til að komast á þá braut hugur þinn stendur til.
Leyfðu þér að blómstra - og láta drauma þína rætast,
með kærri kveðju
Jóna Björg Sætran, M.Ed., menntunarfræðingur, kennari, markþjálfi, HAM, Feng Shui
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Námstækni ehf.