Um markþjálfun - coaching

Jóna Björg Sætran PCC badge

Jóna Björg Sætran PCC markþjálfi, með allþjóðlega vottun frá ICF (International Coach Federation) býður upp á markþjálfun í Reykjavík og einnig í gegnum internetið - út á land á Íslandi, til Danmerkur, Noregs, Bretlands, Tékklands, Póllands, USA .... ja, nær hvert sem er!

Markþjálfun er trúnaðarsamvinna markþjálfa og þín. 
Markþjálfinn nýtir ákveðna spurningatækni og aðferðafræði til að skerpa hugsunarferli þitt.

Þú lærir að hugsa skýrar, þú finnur betur út úr því hvað þú vilt í raun og veru.
Sjálfsþekking þín vex.
Þú verður meðvitaðri um eigin færni og ferð því að nýta hæfileika þína því betur.

Þú finnur lausnirnar á eigin viðfangsefnum.
Þú getur það sem þú vilt.
Þú berð sjálf/-ur ábyrgð á þér.
Aðstæður þínar í dag eru að miklu leyti eins og þær eru vegna þess hvernig þú hefur hugsað og stjórnað lífi þínu hingað til - eða látið stjórnast af öðrum og / eða umhverfi þínu.
Það getur enginn annar tekið ábyrgð á því hvernig þú hugsar. Aðrir geta heldur ekki ætlast til þess að þú hugsir eins og þeim þóknast. Þú átt frjálsan huga. Framtíðin þín er óskrifað blað, þú er ritstjórinn, þú semur textann!

Aðstæður þínar í nánustu framtíð þurfa ekki að vera háðar því hvernig þær eru í dag. Þú getur breytt því hvernig þú hugsar og með því að skoða aðstæður með breyttu hugarfari þá getur þú byggt upp nýja og sterkari sjálfsímynd. Þú getur lagt áherslu á hvað þú vilt og sleppt því að vera að velta þér upp úr því hvernig þú vilt ekki hafa hlutina.

Þú ert það sem þú hugsar - upplifir tilfinningalega OG framkvæmir!
Við getum aðeins hugsað eina hugsun í einu. Notaðu hugsanir þína meðvitað til að hafa áhrif á undirmeðvitundina. Það getur reynst þér auðveldara en þig grunar.

Hvað nú?
Veistu hvað þú vilt? Hver er lífssýnin þín? Að hverju stefnir þú í lífinu?
Hver eru markmiðin þín?

Settu þér markmið á öllum megin sviðum lífs þíns.
Það er ekki nóg að setja sér fjárhagsleg markmið. Það væri svipað og að þrífa alltaf bara hluta af t.d. stofugólfinu, eina rönd í miðjunni en láta önnur svæði safna ryki jafnt sem alls konar óhreinindum. Það dugar mjög skammt, ekki til lengdar. Til að efla og styrkja varanlega meiri vellíðan, velmegun og auðlegð, er nauðsynlegt að setja sér markmið á öllum helstu sviðum lífsins. Síðan þarf að forgangsraða markmiðunum og vinna síðan að þeim jafnt og þétt.

En, hvað viltu?
Hvernig er draumadagurinn?
Hvað finnst þér skemmtilegast?
Hvað veitir þér mesta ánægju?
Í hverju ertu best/-ur?
Hvenær líður þér best?


Markþjálfun / Coaching aðstoðar þig m.a. við að
- vinna skipulega út frá aðstæðum þínum eins og þær eru í dag, auðvelda þér að sjá og finna - hvernig staðan er á öllum helstu sviðum lífs þíns
- koma þér af stað í átt að því að vinna skipulega að því að finna hvernig þú vilt að
raunveruleikinn þinn sé
- orða markmið á markvissan hátt
- forgangsraða markmiðum þínum
- vinna með markmiðin á áhrifamikinn hátt
- sjá hlutina í öðru ljósi en áður
- efla sjálfstraust þitt svo um munar
- skilja hvernig þú getur skapað þér nýja lífssýn
- fara af stað í markmiðavinnu - og að aðstoða þig við að halda þér að
- því að ná markmiðum þínum
- finna hvernig þú getur stjórnað svo mörgu til betri vegar
- nýta tímann þinn betur
- takast á við óvænt verkefni með bros á vör
- njóta einkalífsins betur
- finna hverjar eru þínar sterku hliðar og hvernig þú getur styrkt þær
- gera þér grein fyrir hverjar eru þínar veiku hliðar og hvernig þú getur styrkt þær o.m.fl.

Þessu má ná fram með markþjálfun.

Til að markþjálfun / coaching nái tilgangi sínum og beri verulegan árangur er í upphafi ákveðið að vinna saman í tiltekinn tíma. Með því að skuldbinda þig til að vera í markþjálfun í ákveðinn tíma ertu að taka af skarið og gefa til kynna að þú ætlir þér að vinna í þínum málum af fullri alvöru.

Athugið að markþjálfun er ekki aðeins fyrir fólk í vanda heldur líka fyrir aðra sem vilja fá aðhald og stuðning við að halda stefnu sinni að settum markmiðum.
Hafðu samband á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.   til að fá nánari upplýsingar.

Sjá nánar hér