Burt með prófkvíðann, Lærðu að læra

Einkanámskeiðið „Burt með prófkvíðann – Lærðu að læra!“ 

Tímalengd: 5 vikur 
- unnið er 1 klst. pr. viku, ásamt samskiptum í netpósti
Kennslustaður: Reykjavík - og á netinu.


Leitast er við að aðstoða nemendur við að skilja að nám er vinna þar sem þarf sjálfsaga og vinnusemi til að ná árangri. Oft á tíðum er sem nemendur hafi talið sér trú um að það þurfi að liggja yfir bókunum allan daginn og öll kvöld ef einhver árangur eigi að nást. Það séu hins vegar einhverjir einstaka nemendur sem þurfi ekkert fyrir náminu að hafa og þeim sé nóg að mæta sæmilega í tíma .... fari síðan í próf og fái þá 10.

 


Já, það eru oft miklar öfgar í námsmálum.
Margir sitja og sitja við – en ekkert gengur. Þeir gefast oftast upp áður en lokaprófin eru í höfn.

Frestunaráráttan mikla hrjáir marga og af ýmsum ástæðum. Sumir mega alls ekkert vera að því að sinna náminu vegna félagslífsins sem þarf endilega að hafa forgang ............ öðrum stendur svo mikil ógn af því að skila verkefnum að þeir geyma að byrja á þeim þangað til allt er komið í hönk.
 
Nám er vinna, nám getur verið skemmtilegt, nám eru forréttindi sem er um að gera að nýta sér til fulls á meðan fólk hefur tækifæri til.
Sumum þykir mjög erfitt að læra en það stafar etv af því að viðkomandi skipuleggur sig ekki nægilega vel.

Á einkanámskeiðinu „Burt með prófkvíðann – Lærðu að læra!“  er farið í skipulagningu, námstækni, minnisaðferðir, hugarkortagerð, tímastjórnun og markmiðasetningu tengda náminu. Þegar sá grunnur hefur verið lagður verður auðveldara að vinna að því að ná árangri í náminu.
 
Það eru ótal þættir sem hafa áhrif á það hvernig einstakling gengur í námi. Þegar nemandi gerir sér grein fyrir því hvernig hann / hún getur skipulagt nám sitt og þannig náð að skila öllum verkefnum innan hins rétta tímaramma, breytist oftast viðhorfið til námsins – það fer að verða spennandi viðfangsefni.

Verð: kr. 52.800


- Skráðu þig hér