Blómstraðu - njóttu þess að vera þú!

Blómstraðu í einkalífi og starfi! Sjálfsefling til hámarksárangurs! Njóttu þess að vera þú! 26.janúar 2021.

( Smá innskot:  Hefur þú séð um námskeiðið   Kvíða - og áhyggjubanann!    Sjá nánar hér    )


***************************************
Hér fyrir neðan getur þú svo fræðst um Blómstraðu! námskeiðið okkar: 
Næsta Blómstraðu námskeið er 3ja vikna netnámskeið sem hefst 26. janúar. 

Blómstraðu - sjálfstraust - markþjálfun - hugræn atferlismeðferð - jákvæð sálfræði - árangursfræðin - feng shui ívaf - gleði - hugarró - slökun  -  árangur

 

Lydía Guðrún segir:"Mæli eindregið með Blómstraðu! Njóttu þess að vera þú! námskeiðinu, það gerði gæfumuninn fyrir mig á sínum tíma".

Námskeiðið er hluti af kennsluefni Jónu Bjargar Sætran "Blómstraðu í einkalífi og starfi!" sem Námstækni ehf. hefur unnið með og boðið upp á í margvíslegu formi frá því 2004. Námskeiðin hafa verið haldin bæði í Reykjavík og úti á landi og fjallað um þau í fjölmiðlum, bæði á prenti og í sjónvarpsþáttum.

Jóna Björg Sætran M.Ed., er menntunarfræðingur og kennari frá KHÍ - markþjálfi og hefur einnig numið Hugræna atferlismeðferð/HAM í Endurmenntun HÍ.  Jóna Björg hefur tekið þetta námskeiðsefni saman á grunni markþjálfunar og hugrænnar atferlismeðferðar, ásamt eigin viðbótum á grunni sjálfsstyrkingar, árangursfræða og hugrænnar vinnu af ýmsum toga.
(Sjá einnig Bókatíðindi frá 2007)


Á Blómstraðu! Njóttu þess að vera þú! námskeiðunum er unnið með árangursfræðin, markþjálfun og ýmsar huglægar aðferðir til að auðvelda þér að finna hvað þú vilt - hvernig þú "kemst upp úr hjólförunum" - og hvaða skref þú vilt taka næst. Þú færð "verkfæri" til að nýta þér til að "blómstra í einkalífi og starfi".

Spennandi, orkuhlaðið sjálfseflingar-, markþjálfunar- og árangursnámskeið til að nýta í lífi og starfi.

Langar þig til að breyta til? Fást við eitthvað annað en þú gerir í dag?
Finnur þú innra með þér að breytinga er þörf?
Veistu ekki alveg hvað þú vilt - eða er að vefjast fyrir þér hvort þú getir breytt til?

Stundum eru gamlar upplifanir ástæðan fyrir því að þú tekur ekki næstu skref. Þess vegna er gott að fara í gegnum ýmsar æfingar (sem þú gerir út frá eigin forsendum og þarft ekki að deila með öðrum) sem geta hjálpað þér í gang með að skilja betur en áður hvers vegna aðstæður þínar eru eins og þær eru í dag. Þegar þú skilur það verður auðveldara að taka af skarið og gera það sem þig dreymir um.

Efnisþættir sem unnið er með á námskeiðinu:

self-empowermenthugarró - hugleiðsla - slökun - að nota huga sinn markvisst til að halda stefnu - staðan hjá þér í dag – hverju viltu breyta í lífi þínu – áhrifavaldar og hvaða áhrif þeir hafa haft á líf þitt hingað til – máttur hugsana til að breyta andlegri og líkamlegri líðan og lífsstíl – sjálfstraust – sjálfsvirðing – áhrif og mikilvægi fyrstu kynna – sjálfsábyrgð – kjarkur til að takast á við óvænt verkefni – að stíga út fyrir þægindahringinn – nýjar venjur – máttur jákvæðra staðhæfinga – erfið samskipti geta orðið ánægjuleg – kvíði og hvernig þú getur unnið að því að draga úr áhrifum hans - að skilja við frestunaráráttuna – að losa sig við byrðar úr bakpokanum –  að setja sig í forgang – hrós – framsýni – styrkleikar þínir – hugarró – nýjar venjur –  fagmennska – skipulagning – að njóta lífsins – að njóta þess að vera þú – uppbyggileg samtalstækni – fyrirgefning – tímaskipulag – framtíðardraumar - markmiðasetning

Aðstæður þínar í dag þurfa alls ekki að vera lýsandi fyrir framtíð þína því þær hafa  að miklu leyti markast af því hvernig þú hefur hugsað og hvað þú hefur gert (eða látið ógert) hingað til.

Þegar þú vilt jákvæðar breytingar í líf þitt þá er mikilvægasta úrræðið og það dýrmætasta innra með þér. Þetta afl felst í eiginn mætti, tilfinningum þínum, því hvernig þú hugsar um þig, lífið og tilveruna. Hugur þinn og meðvituð áhrif þín á það hvernig þú beitir huga þínu, hugsunum og framköllun tilfinninga er nokkuð sem enginn tekur frá þér. Þú ert sterkasta aflið til að snúa aðstæðum þér í hag. 
Aðeins þér er raunverulega kunnugt um hvað þú vilt og þú berð ábyrgð á lífshamingju þinni, þú getur valið næstu skref.  Vandaðu valið.
Þú þarft að vita hvað þú vilt – síðan er að finna leiðina.

***********************
Verð kr. 24.800.

Sjáðu yfirlit námskeiðanna í boði.

Skráning hér