Blómstraðu í leik og starfi í leikskólanum

 

Blómstraðu! - sjálfseflingarvinna þar sem efnið er sérstaklega aðlagað að því mikilvæga og krefjandi starfi sem unnið er í leikskólum.

Tilvalið til að koma öllu í gang á ný eftir sumarleyfin því mannauður leikskólans skiptir svo máli fyrir allt starfið í leikskólanum og hefur áhrif á líðan svo ansi margra.

Starfsfólk leikskóla er í mjög krefjandi starfi sem felst auk annars í mikilvægum samskiptum við samstarfsfólkið en einnig krefjandi samskiptum við  börn á öllum aldri, foreldra barnanna svo og yfirstjórnendur leikskólans. Til að samskiptin geti blómstrað þarf starfsfólkinu að líða vel, bæði sem einstaklingum svo og sem samstarfsfélögum í gefandi samstarfi.

Hér er um að ræða námskeið þar sem allt starfsfólk leikskólans fer saman í gegnum valda þætti af Blómstraðu! sjálfseflingarnámskeiðinu og verkefnin aðlöguð að fyrirliggjandi áherslum, námskrá og starfsháttum í viðkomandi leikskóla. Megináherslan á gefandi og uppbyggileg samskipti, markmiðavinnu, samvinnu og sameiginlega og jákvæða framtíðarsýn þar sem einstaklingurinn fær samt að njóta sín.

alfaberg300

alfaberg2.300lfaber6.300

(Myndir frá starfinu í leikskólanum Álfabergi. Ljósm.:Jóhanna Jensdóttir. Birt með leyfi leikskólans.)

Umsögn frá starfsfólkinu í leikskólanum Álfabergi, Hafnarfirði í júní 2011;

"Frábært námskeið í alla staði. Við á leikskólanum erum afar ánægðar með að hafa fengið Jónu Björg  með námskeiðið “Blómstraðu” til okkar. Á námskeiðinu var farið inn á alla þá helstu þætti sem vð höfum verið að vinna í og hjálpaði það okkur við að þjappa starfsfólkinu enn betur saman. Við græddum heilan helling á þessu og ætlum hér eftir að leggja áherslu á að efla starfsandann og gera starfsfólk okkar þannig að hæfari starfsmönnum. Einnig hjálpaði námskeiðið okkur að virkja starfsfólkið enn betur og við að nýta allann þann mannauð sem það hefur að geyma. Meiriháttar að hafa nú frábæra “verkfæratösku”, fulla af góðum verkfærum sem auðveldar okkur við að takast á við daglegt líf á leikskólanum og í okkar persónulega lífi. Það er afar mikilvægt að skoða samskipti, viðhorf og hugafar ýtarlega og vinna með það áfram. Eftir námskeiðið erum við með margar hugmyndir um áframhaldandi vinnu og ætlum að halda áfram að blómstra. Einnig fengum við verkefnablöð frá Jónu Björg sem við munum nota á næstu starfsmannafundum okkar."


Nánari upplýsingar á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.