Sérhæfð námskeið og þjónusta fyrir nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur

25 ára reynsla í að aðstoða fólk við að efla sjálfstraust sitt, auka árangur sinn í námi og starfi, ná að yfirstíga kvíða, auka sjálfstraust og vellíðan.

Við viljum auðvelda þér að blómstra í einkalífi og starfi.

Markmið okkar hjá Námstækni ehf. er að bjóða upp á vandaða og faglega þjónustu sem getur auðveldað fólki að vinna að markmiðum sínum til að öðlast meiri vellíðan og velgengni á hverju því sviði sem hver og einn kýs sjálfur.

Persónulegur stuðningur og hvatning

PERSÓNULEG NÁMSAÐSTOÐ

Hver svo sem ástæðan er þegar þú hefur orðið eftir á í náminu þá getur verið gott að fá smá námsstuðning um tíma til að þú getir náð því upp sem þú misstir af eða náðir ekki að vinna ekki nægilega vel.

MARKÞJÁLFUN

Reynslan sýnir að persónulegir markþjálfunartímar (1:1) geta haft mögnuð áhrif til að:

– efla sjálfstraustið
– gera sér grein fyrir gildum sínum og hæfileikum
– finna stefnuna að markmiðum sínum,
– finna lausn á vanda sem í fyrstu virðist óleysanlegur
– auka félagslega færni
– efla samskiptafærni
– greiða úr hugsanaflækjum o.m.fl.

FYRIR NEMENDUR

Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu!
Þú ert frábær eins og þú ert!

Grunnskólastig

Framhaldsskólastig

Háskólastig

FYRIR FORELDRA

Uppbyggileg hvatning og stuðningur foreldra skiptir miklu máli fyrir afstöðu barna þeirra til skóla og náms.

FYRIR KENNARA

Kennari sem hvetur, hlustar, útskýrir, hrósar, setur reglur, byggir upp eldmóð og dreifir gleði er ómissandi í lífi hvers nemanda.

FYRIR SKÓLA-STJÓRNENDUR

Framúrskarandi og farsælt skólastarf byggir á frábærum mannauð skólans þar sem allir skipta máli. Hver og einn starfsmaður þarf að fá að njóta sín bæði sem einstaklingur og sem mikilvægur hlekkur í starfsmannahópnum.

„Markmið mitt er þú eflist í starfi, sjálfstraustið styrkist, kvíðinn hverfi en gleðin og eldmóðurinn aukist.“

Jóna Björg Sætran

PCC markþjálfi sem leggur áherslu á að aðstoða þig við að koma auga á fleiri leiðir að markmiðum þínum.
Hver verða næstu skrefin þín?

HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ

HUGRÆN ATFERLIS-MEÐFERÐ

Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri grundvallarhugmynd að allt það sem við trúum um okkur sjálf sé lært og byggt á reynslu okkar. Þegar við náum að skilja áhrif hugsana okkar getum við breytt því hvernig við hugsum um okkar eigið ágæti, við getum lært að efla okkur og styrkja, byggja upp jákvæða sjálfsímynd. 

PhotoReading

Virkilega öflug lestrartækni  og jafnframt frábær námstækni til að ná út úr textanum því sem á þarf að halda hverju sinni, t.d. við að læra til prófs, undirbúa sig fyrir umræður, gerð ritgerðar eða skýrslu o.s.frv.

Umsagnir viðskiptavina:

Frá Jónu Björgu Sætran til þín ...